Sveitarfélög ganga hart að skuldurum 21. desember 2008 08:00 Meðal þess sem sveitarfélög senda í milliinnheimtufyrirtæki eru vangoldin gjöld fyrir skólamáltíðir. fréttablaðið/stefán Skuldir þúsunda einstaklinga við sveitarfélag sitt eru í innheimtu hjá innheimtufyrirtækjum, til dæmis Intrum eða Momentum. Í slíkri innheimtu bætist við kostnaður fyrir skuldarann. Hafnarfjörður er eina sveitarfélagið af þeim fimm stærstu sem skiptir ekki við slík fyrirtæki. Ýmiss konar gjöld eru í innheimtu; fasteignagjöld, gatnagerðargjöld, leikskólagjöld, gjöld fyrir frístundaheimili og skólamáltíðir í grunnskólum, svo eitthvað sé nefnt. Hjá Reykjavík eru 6.000 kröfur í innheimtu hjá Momentum og útistandandi skuldir nema 570 milljónum króna. Fjöldi greiðenda gæti verið minni þar sem hver og einn gæti átt fleiri en eina skuld. Í Kópavogi eru skuldir 98 einstaklinga í innheimtu upp á 6,3 milljónir króna. Þar að auki eru 23 fyrirtæki. Aðeins er ein krafa á hvern greiðanda samkvæmt upplýsingum frá bænum. Akureyrarbær á útistandandi 37 milljónir í ógreiddum gjöldum sem eru í innheimtu. Fjöldi mála er 774, en þær kröfur deilast á 368 einstaklinga. Stærstur hluti upphæðarinnar, um 17 milljónir, er vegna fasteignagjalda, en 6,5 milljónir vegna leik- og grunnskóla. Í Garðabæ eru 70,2 milljónir í innheimtu hjá innheimtufyrirtækjum, í 113 kröfum á 85 einstaklinga. Í flestum tilfellum er um að ræða fasteignagjöld, en stærsta krafan er vegna gatnagerðargjalda. Tekin hefur verið sú ákvörðun að hætta að senda gatnagerðargjöld í milliinnheimtu. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að ástæða þess að ekki sé skipt við innheimtufyrirtæki þar á bæ sé tvíþætt. Reiknað hafi verið út að varðandi vanskil á fasteignagjöldum sé hagkvæmara að sveitar-félagið innheimti sjálft dráttarvexti. „Svo er um að ræða alls kyns viðkvæma innheimtu, félagsíbúðir, skólamáltíðir og fleira. Þetta er mjög vandmeðfarið og við viljum stýra því hvernig meðferð hvert mál fær. Það getur þurft að taka tillit til sérstakra aðstæðna og þá má ekki vera þessi fjarlægð.“ Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Skuldir þúsunda einstaklinga við sveitarfélag sitt eru í innheimtu hjá innheimtufyrirtækjum, til dæmis Intrum eða Momentum. Í slíkri innheimtu bætist við kostnaður fyrir skuldarann. Hafnarfjörður er eina sveitarfélagið af þeim fimm stærstu sem skiptir ekki við slík fyrirtæki. Ýmiss konar gjöld eru í innheimtu; fasteignagjöld, gatnagerðargjöld, leikskólagjöld, gjöld fyrir frístundaheimili og skólamáltíðir í grunnskólum, svo eitthvað sé nefnt. Hjá Reykjavík eru 6.000 kröfur í innheimtu hjá Momentum og útistandandi skuldir nema 570 milljónum króna. Fjöldi greiðenda gæti verið minni þar sem hver og einn gæti átt fleiri en eina skuld. Í Kópavogi eru skuldir 98 einstaklinga í innheimtu upp á 6,3 milljónir króna. Þar að auki eru 23 fyrirtæki. Aðeins er ein krafa á hvern greiðanda samkvæmt upplýsingum frá bænum. Akureyrarbær á útistandandi 37 milljónir í ógreiddum gjöldum sem eru í innheimtu. Fjöldi mála er 774, en þær kröfur deilast á 368 einstaklinga. Stærstur hluti upphæðarinnar, um 17 milljónir, er vegna fasteignagjalda, en 6,5 milljónir vegna leik- og grunnskóla. Í Garðabæ eru 70,2 milljónir í innheimtu hjá innheimtufyrirtækjum, í 113 kröfum á 85 einstaklinga. Í flestum tilfellum er um að ræða fasteignagjöld, en stærsta krafan er vegna gatnagerðargjalda. Tekin hefur verið sú ákvörðun að hætta að senda gatnagerðargjöld í milliinnheimtu. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að ástæða þess að ekki sé skipt við innheimtufyrirtæki þar á bæ sé tvíþætt. Reiknað hafi verið út að varðandi vanskil á fasteignagjöldum sé hagkvæmara að sveitar-félagið innheimti sjálft dráttarvexti. „Svo er um að ræða alls kyns viðkvæma innheimtu, félagsíbúðir, skólamáltíðir og fleira. Þetta er mjög vandmeðfarið og við viljum stýra því hvernig meðferð hvert mál fær. Það getur þurft að taka tillit til sérstakra aðstæðna og þá má ekki vera þessi fjarlægð.“
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira