Allt gert til að sporna við atvinnuleysi 21. desember 2008 18:59 Allt verður gert til að koma í veg fyrir að svörtustu spár um atvinnuleysi rætist að sögn Geirs H. Haarde, forsætisráðherra. Hann vonast til þess að hægt verði að lækka stýrivexti snemma á næsta ári. Hátt í tíu þúsund manns eru nú á atvinnuleysiskrá hér á landi þar af um sex þúsund á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt tölum vinnumálastofnunar. Atvinnulausum hefur fjölgað hratt undanfarna mánuði og er búist við því að atvinnuleysi í desember verði í kringum 5,5 prósent. Svörtustu spár gera ráð fyrir um 10 prósenta atvinnuleysi á næsta ári en sumir óttast að það verði jafnvel meira. Forsætisráðherra vonast þó til þess að atvinnuleysi verði ekki svo mikið. Hann segist leyfa sér að trúa því. Hann segir að einhver hluti af því fólki sem nú sé á skrá sé í hlutastarfi vegna þess að reglum hafi verið breytt og fólk eig nú rétt á bótum þó það sé ekki búið að missa vinnuna alveg. Geir segir það vera keppikefli ríkisstjórnarinnar að koma í veg fyrir að allar svartsýnustu spárnar um atvinnuleysi nái að rætast. Háir stýrivextir hafa leikið fyrirtæki í landinu grátt. Óttast er að mörg þeirra lendi í verulegum vandræðum með tilheyrandi uppsögnum og jafnvel gjaldþroti verði vextir ekki lækkaðir fljótlega. Geir segir að ef að efnhagsáætlunin sem er í gangi og í samstarfi við gjaldeyrissjóðinn gangi eftir eins og hún hafi verið að gera síðustu vikurnar þá megi reikna með því að vextirnir geti lækkað mjög hratt á næsta ári. Þessi áætlun gangi út á að koma verðbólgunni hratt niður og vöxtunum í kjölfarið. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Allt verður gert til að koma í veg fyrir að svörtustu spár um atvinnuleysi rætist að sögn Geirs H. Haarde, forsætisráðherra. Hann vonast til þess að hægt verði að lækka stýrivexti snemma á næsta ári. Hátt í tíu þúsund manns eru nú á atvinnuleysiskrá hér á landi þar af um sex þúsund á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt tölum vinnumálastofnunar. Atvinnulausum hefur fjölgað hratt undanfarna mánuði og er búist við því að atvinnuleysi í desember verði í kringum 5,5 prósent. Svörtustu spár gera ráð fyrir um 10 prósenta atvinnuleysi á næsta ári en sumir óttast að það verði jafnvel meira. Forsætisráðherra vonast þó til þess að atvinnuleysi verði ekki svo mikið. Hann segist leyfa sér að trúa því. Hann segir að einhver hluti af því fólki sem nú sé á skrá sé í hlutastarfi vegna þess að reglum hafi verið breytt og fólk eig nú rétt á bótum þó það sé ekki búið að missa vinnuna alveg. Geir segir það vera keppikefli ríkisstjórnarinnar að koma í veg fyrir að allar svartsýnustu spárnar um atvinnuleysi nái að rætast. Háir stýrivextir hafa leikið fyrirtæki í landinu grátt. Óttast er að mörg þeirra lendi í verulegum vandræðum með tilheyrandi uppsögnum og jafnvel gjaldþroti verði vextir ekki lækkaðir fljótlega. Geir segir að ef að efnhagsáætlunin sem er í gangi og í samstarfi við gjaldeyrissjóðinn gangi eftir eins og hún hafi verið að gera síðustu vikurnar þá megi reikna með því að vextirnir geti lækkað mjög hratt á næsta ári. Þessi áætlun gangi út á að koma verðbólgunni hratt niður og vöxtunum í kjölfarið.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira