Innlent

Tveir menn villtust á Skarðsheiði

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar leituðu í gærkvöld tveggja manna sem villtust í slæmu veðri á Skarðsheiði. Björgunarsveitamönnum barst tilkynning um að mennirnir hefðu týnst um sexleytið og voru þeir fundnir um fjórum tímum síðar. Hátt í hundrað manns á vegum björgunarsveitanna kom að leitinni, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu. Skafrenningur og töluverður vindur var á svæðinu og færð þung.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×