Fleiri fréttir

Auknar líkur á kosningum

Robert Mugabe, forseti Simbabve sagði í gær að flokksfélagar hans í Zanu-Pf ættu að byrja að undirbúa snemmbúnar forsetakosningar og að þeir ættu að safna liði til að tap kosninganna í mars síðastliðnum endurtæki sig ekki.

Varað við ófærð á Suðurlandi

Vegagerðin varar við því að Sandskeið, Hellisheiði og Þrengslin teppist fljótlega eftir að þjónustu líkur á miðnætti, vegna slæmst veðurútlits.

Margrét vill halda áfram á Litla-Hrauni

Margrét Frímannsdóttir hyggst sækja um starf forstöðumanns Fangelsisins á Litla-Hrauni, en staðan er auglýst laus til umsóknar í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Dómsmálaráðherra mun skipa í starfið frá 1. febrúar næstkomandi til fimm ára.

Geir slíti stjórnarsamstarfinu frekar en að láta undan hótunum

Sjálfstæðismenn á Ísafirði hvetja Geir H. Haarde formann Sjálfstæðisflokksins til að bregðast við hótunum ráðherra samstarfsflokksins í ríkisstjórn og boða frekar til alþingiskosninga, en að láta undan dulbúnum hótunum, þar sem reynt er að hafa áhrif á

Sagði sig úr bankaráði Seðlabankans

Halla Tómasdóttir, sem var varamaður í bankaráði Seðlabankans, hefur sagt sig úr ráðinu. Halla sat þar sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en tilkynnti um afsögn sína fyrir fáeinum vikum. Halla sagði í samtali við Vísi að ástæðan fyrir afsögn hennar væri sú að hún teldi pólitík og peningamálastjórn ekki fara saman. Að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig um málið.

Sigmundur Davíð íhugar formannsframboð

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, skipulagshagfræðingur og fyrrverandi fréttamaður, segist vera að íhuga framboð til formanns Framsóknarflokksins á flokksþingi í byrjun næsta árs. Í samtali við Vísi í gær sagðist Sigmundur hins vegar ekki vera skráður í flokkinn og að hann væri ekki á leið í pólitík.

Flugumferðarstjórar undrast ákvörðun samgönguráðherra

Stjórn Félags íslenskra flugumferðarstjóra undrast að Kristján L. Möller samgönguráðherra skuli tilkynna fyrirvaralaust, án nokkurs samráðs við starfsfólk sem hlut á að máli, að ekkert verði af fyrirhuguðum flutningi flugleiðsöguþjónustu á Keflavíkurflugvelli til Flugstoða ohf. núna um áramótin. Þetta kemur fram í tilkynningu sem stjórn félagsins hefur sent fjölmiðlum.

Rifist um nærbrækur og bossa á Alþingi

Siv Friðleifsdóttir, þingflokksmaður framsóknarmanna, sagði Samfylkinguna hafa skilið Sjálfstæðisflokkinn eftir á nærbrókinni með framgöngu sinni í eftirlaunamálinu gagnvart samstarfsflokknum. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í dag um hin umdeildu eftirlaunalög æðstu ráðamanna ríkisins.

Mótmælendur hentu skóm í þinghúsið

Talið er að um fimm hundruð manns hafi komið saman á Austuvelli klukkan þrjú í dag þar sem mótmælt var í ellefta sinn. Líkt og fyrir viku síðan voru engin ræðuhöld í þetta skiptið en fólkið sýndi samstöðu gegn ástandinu með 11 mínútna þögn.

Sjálfstæðismenn í Árborg vilja skoða einhliða upptöku evru eða dollars

Sjálfstæðismenn í Árborg og sjálfstæðisfélagsins Óðins á Selfossi vilja að kannað verði til hlítar þann kost að taka einhliða upp annan gjaldmiðil í stað krónunnar. Þetta kemur fram í ályktun sem fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Árborg og sjálfstæðisfélagsins Óðins á Selfossi hafa samþykkt.

Á annan tug mála bíða afgreiðslu Alþingis

Hátt á annan tug mála bíða afgreiðslu Alþingis fyrir þessi jól meðal annars fjárlög fyrir árið 2009, fjáraukalög fyrir 2008 sem og breytingar á eftirlaunalögum æðstu ráðamanna.

Féll í loftárás á Gaza

Herskár Palestínumaður féll í loftárás Ísraelsmenna á Gaza-svæðið í morgun. Hálfs árs vopnahlé Ísraela og Hamas-samtakanna, sem stjórna Gaza, var ekki framlengt og lauk í gær.

Alþingi samþykkir lög um kjararáð

Frumvarp um kjararáð var samþykkt sem lög frá Alþingi nú á ellefta tímanum í morgun. Geir H Haarde forsætisráðherra sendi kjararáði bréf í nóvember og fór þess á leit að ráðið lækkaði tímabundið laun þeirra sem heyra undir ráðið um 5-15%.

Allar helstu þjóðleiðir færar

Allar helstu þjóðleiðir um landið eru færar, ef frá er talin leiðin milli byggða á sunnan- og norðanverðum Vestfjörðum þar sem Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru tepptar.

Nóg til af jólatrjám

Björgunarsveit Hafnarfjarðar segir enga ástæða til að óttast að skortur verði á jólatrjám í landinu fyrir þessi jól þar sem mun meira virðist vera af íslenskum trjám á markaðnum í ár en oft áður.

Danskir hermenn féllu í Afganistan

Þrír danskir hermenn féllu og einn særðist þegar bifreið þeirra ver ekið yfir vegsprengju í Helmand héraði í suðvestur Afganistan í nótt. Bifreið hermannanna var hluti af bílalest en verið var að flytja birgðir.

Skíðasvæði víða opin í dag

Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opnað núna klukkan tíu og er þetta fyrsta skíðahelgin þar í vetur. Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæða, segir frábært færi í brekkunum og góð veðurspá sé fyrir daginn og hvetur fólk til að skella sér í brekkurnar og upplifa jólastemningu í fjöllunum utan við ys og þys borgarinnar.

Fundað á Alþingi í dag

Þingfundur hófst klukkan hálf tíu í morgun en hátt á annan tug mála bíða afgreiðslu Alþingis fyrir jól. Meðal þeirra eru fjárlög fyrir árið 2009, fjáraukalög fyrir 2008, lög um launalækkun alþingismanna og ráðherra og breytingar á hinum umdeildu eftirlaunalögum.

Írska innanríkisráðuneytið fellur frá ákærum

Íraska innanríkisráðuneytið hefur fallið frá ákærum gegn tuttugu og þremur mönnum sem handteknir voru á fimmtudaginn grunaðir um að hafa ætlað að ræna völdum í landinu. Nítján hafa þegar verið látnir lausir.

Bíll keyrði á hross

Jeppa var ekið á hross á Fljótshlíðarvegi um kvöldmatarleytið í gær. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli slapp hrossið ómeitt og bíllinn skemmdist einungis lítillega.

Fjöldi í miðborginni

Mikill mannfjöldi var samankominn í miðborg Reykjavíkur í nótt og nokkur ölvun, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Eitthvað var um minniháttar pústra og nokkrir skemmtanaglaðir næturhrafnar voru fluttir á lögreglustöð þar sem þeir voru látnir sofa úr sér áfengisvímuna . Að öðru leyti fór næturlífið vel fram um liðna nótt, að sögn lögreglunnar.

Ölvaður ökumaður skildi bílnúmerið eftir

Ökumaður sem grunaður er um að hafa ekið ölvaður í gegnum girðingu við heimahús á Akureyri í morgunsárið stakk af af vettvangi. Ekki vildi þó betur til en að númerplata af bílnum varð eftir í garðinum.

AGS segir virkjanir upphaf ofþenslunnar

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) segir framkvæmdir tengdar áliðnaðinum vera upphafið að ofþenslu íslensks efnahagslífs. Þetta kemur fram í skýrslu sjóðsins um Ísland.

Átta hundruð fjölskyldur þáðu aðstoð

Löng biðröð myndaðist í gær við hús Fjölskylduhjálpar Íslands í Eskihlíð þegar þriðja og síðasta matarúthlutun fyrir jólin fór fram. Til Fjölskylduhjálparinnar leitar meðal annars fólk úr lágtekjuhópum, öryrkjar, einstæðir foreldrar, eldri borgarar og aðrir þeir sem tekst ekki að láta enda ná saman.

Eignir Landsbanka rýrna um helming

Gamli Landsbanki átti 4.500 milljarða króna fyrir hrun. Skilanefnd metur eignir bankans nú á þúsund milljarða. NBI fékk 1.300 milljarða. Íslendingar greiða 150 milljarða fyrir Icesave. Aðrir kröfuhafar verða líklega af 2.000 milljörðum.

Páfi biður fyrir Íslendingum

Benedikt XVI. páfi óskar íslenskum stjórnmálamönnum „visku og framsýni“ við að ráða fram úr fjármálakreppunni. Páfi lét þessi orð falla er Elín Flygenring, sem nýlega tók við sem fastafulltrúi Íslands við Evrópuráðið í Strassborg, afhenti trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Páfagarði á fimmtudag.

Vonbrigði og óvissa fyrir Skjáinn

Ákvörðun menntamálanefndar um að fresta gildistöku laga um RÚV veldur starfsmönnum sjónvarpsstöðvarinnar Skjásins miklum vonbrigðum og skapar óvissu um framtíð fyrirtækisins. Þetta segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Sigríður Margrét Oddsdóttir.

Háskólinn í verulega alvarlegri klemmu

Háskólaráð fer fram á aukafjárveitingu til Háskóla Íslands (HÍ) vegna niðurskurðar á fjárveitingu til skólans og aukinnar ásóknar nemenda.

Hagræðir og ræður tugi lögreglumanna

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Stefán Eiríksson, hefur auglýst eftir tuttugu og þremur lögreglumönnum til starfa. Tilfærslur verkefna, svo og lækkanir á föstum kjörum í hagræðingarskyni, skila embættinu stórum upphæðum.

Ostakrækir hnuplar úr Búrinu

Írskur gáda-osthleifur var numinn á brott af heimili sínu í fyrrinótt og skömmu síðar varpað á jörðina. Osturinn, sem staðið hafði á afgreiðsluborði ostaverslunarinnar Búrsins við Nóatún, komst aftur óskaddaðar í réttar hendur.

Abstrakt-verk hests slá í gegn

Til stendur að setja upp sýningu á abstrakt-málverkum í Feneyjum á næstunni. Málverkin eru eftir Cholla, hest frá Nevada í Bandaríkjunum. Þau hafa selst á hundruð þúsunda króna.

Ögmundi brigslað um skrök á þingi

Kristinn H. Gunnarsson bað Ögmund Jónasson um að hætta að skrökva á Alþingi í gær. Líflegar umræður spunnust um eftirlaunakjör þingmanna.

Tekist á um aðstoðarmennina

Í sparnaðar- og niðurskurðarvinnu Alþingis síðustu dægrin hefur verið lagt til að aðstoðarmenn þingmanna landsbyggðarkjördæmanna verði slegnir af. Áætlað er að kostnaður við kerfið nemi um 60 milljónum á ári.

Fréttablaðið sýknað af kröfum Hjalta

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Fréttablaðið og ritstjóra þess af kröfum Hjalta Árnasonar vegna fréttar sem birt var í október 2007.

Þórunn verðlaunuð af RÚV

Verðlaun Stjórn Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins veitti í gær Þórunni Valdimarsdóttur, rithöfundi og sagnfræðingi, viðurkenningu sjóðsins fyrir árið 2008 og 600 þúsund króna verðlaun.

Hagar sektaðir fyrir undirboð í verðstríði

Samkeppniseftirlitið (SE) hefur lagt 315 milljóna króna stjórnvaldssekt á Haga, sem meðal annars reka verslanir Bónuss, Hagkaupa og 10-11, fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu sinni í verðstríði lágvöruverslana árið 2005. Sektin er sú hæsta sem um getur fyrir þess konar brot.

Ósammála um hvort nýtt mál sé að ræða

Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar segir ákæruvaldið fallið á tíma og krefst þess að rannsókn á skattamálum Baugsmanna verði dæmd ólögmæt. Sækjandi segir um nýtt mál að ræða þar sem séu sömu sakborningar og í Baugsmálinu.

Sjá næstu 50 fréttir