Erlent

Hugsanlega verða vextir af neyðarlánum til bótaþega

Íhaldsmenn segja að um okurlánastarfsemi sé að ræða. David Cameron er formaður Íhaldsflokksins.
Íhaldsmenn segja að um okurlánastarfsemi sé að ræða. David Cameron er formaður Íhaldsflokksins.

Svo gæti farið að neyðarlán breska ríkisins til handa bótaþegum verði ekki lengur vaxtalaus nema í undantekningar tilvikum. Félagsþjónustan í Bretlandi veitir árlega samanlagt hálfum milljarði punda í vaxtalaus neyðarlán úr opinberum sjóði til rúmlega milljón bótaþega.

Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að ríkisstjórn Verkamannaflokksins íhugi að fela fjármálafyrirtækjum að veita flest lánin. Þau rukki síðan vexti sem nemi á bilinu þrettán til tuttugu og sjö prósentum. Þannig verði aðeins veitt lán úr opinberum sjóði vaxtalaust til þeirra sem sannanlega þurfi á því að halda.

Stjórnarandstæðingar í Íhaldsflokknum segja ríkið stunda okurlánastarfsemi gangi þetta í gegn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×