Innlent

Ómögulegt að sjávarútvegurinn lendi í eigu erlendra lánadrottna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ.
Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ.

Það er engin hætta á því að íslenskar aflaheimildir lendi í eigum erlendra lánadrottna þrátt fyrir að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu afar skuldsett og geti hugsanlega farið í gjaldþrot. Þetta sagði Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, í þættinum Sprengjusandi á Bylgjunni í dag.

Friðrik benti á að samkvæmt íslenskri löggjöf væri erlendum sjávarútvegsfyrirtækjum ekki heimilt að eiga meirihluta í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Erlend sjávarútvegsfyrirtæki gætu ekki gert út hér við land. Friðrik viðurkenndi að það væri raunveruleg hætta á því að sjávarútvegsfyrirtæki yrðu gjaldþrota. Skuldirnar væru miklar vegna slæms gengis krónunnar. Hins vegar þyrftu erlendir lánadrottnar að selja fyrirtækin aftur ef þau lentu í höndum þeirra.

Friðrik sagði hins vegar að mönnum bæri að gjalda varhug við inngöngu í ESB því þá gætu reglur um eignaraðild í fyrirtækjunum gjörbreyst.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×