Ítalskur skiptinemi með 9,14 í einkunn 21. desember 2008 07:00 Í góðum félagsskap Veronica Piazza ásamt íslenskri vinkonu sinni, Elísu Birtu Ingólfsdóttur. Fréttablaðið/anton „Íslenska er mjög fallegt tungumál," segir Veronica Piazza, sautján ára ítalskur skiptinemi, sem nýlega fékk 10 í einkunn í íslenskuprófi fyrir erlenda nema í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Meðaleinkunn Veronicu úr jólaprófunum er 9,14 og er árangur hennar enn glæsilegri sé litið til þess að hún kunni ekki stakt orð í íslensku þegar hún kom til landsins fyrir tæpum fjórum mánuðum á vegum AFS-samtakanna. Fyrstu vikurnar talaði íslensk fósturfjölskylda Veronicu bæði íslensku og ensku við hana en svo var tekin ákvörðun um að á heimilinu yrði bara töluð íslenska. Það hefur hjálpað henni mikið við að ná tungumálinu. Hún segir íslensku vera allt öðruvísi en ítölsku og enn skilji hún ekki allt sem við hana er sagt. Veronica kemur frá smábæ skammt frá Mílanó á Ítalíu. Hún segist hafa valið að koma til Íslands þar sem henni hafi þótt landið svo framandi. „Á Ítalíu er lítið talað um Ísland en margir spurðu mig af hverju ég færi ekki til Bandaríkjanna. Ég hef hins vegar alltaf haft áhuga á að kynnast Íslandi, landinu og menningunni," segir Veronica. „Ítalir hafa þá hugmynd um íbúa Norðurlandanna að þeir séu svo kaldir í viðmóti. Að þeir tali ekkert og ég var svolítið hrædd um þetta þar sem ég er ekkert ofsalega opin í samskiptum. Ég held þó að ég hafi lært að til að kynnast fólki sé mikilvægt að taka fyrsta skrefið. Ég reyni því að kynnast fólki og þannig hef ég lært margt þessa mánuði sem ég hef búið á Íslandi," segir Veronica. Henni finnst Íslendingar þó svolítið skrítnir. „Fyrst eru þeir feimnir en svo þegar maður kynnist þeim þá eru þeir svo hlýir og yndislegir. Í fyrstu var ég svolítið áttavillt þar sem á Ítalíu er venjan að faðma fólk og kyssa, jafnvel þótt þú þekkir það ekki. Ég komst þó fljótt að því að þannig eru Íslendingar ekki," segir Veronica og hlær. „Mér líður vel á Íslandi. Ég bjóst ekki við að Íslendingar væru svona yndislegt fólk og ég er mjög ánægð hérna hjá íslensku fjölskyldunni minni. Svo hef ég eignast fullt af góðum vinum," segir Veronica sem ráðgerir að dvelja á Íslandi fram í júní á næsta ári. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
„Íslenska er mjög fallegt tungumál," segir Veronica Piazza, sautján ára ítalskur skiptinemi, sem nýlega fékk 10 í einkunn í íslenskuprófi fyrir erlenda nema í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Meðaleinkunn Veronicu úr jólaprófunum er 9,14 og er árangur hennar enn glæsilegri sé litið til þess að hún kunni ekki stakt orð í íslensku þegar hún kom til landsins fyrir tæpum fjórum mánuðum á vegum AFS-samtakanna. Fyrstu vikurnar talaði íslensk fósturfjölskylda Veronicu bæði íslensku og ensku við hana en svo var tekin ákvörðun um að á heimilinu yrði bara töluð íslenska. Það hefur hjálpað henni mikið við að ná tungumálinu. Hún segir íslensku vera allt öðruvísi en ítölsku og enn skilji hún ekki allt sem við hana er sagt. Veronica kemur frá smábæ skammt frá Mílanó á Ítalíu. Hún segist hafa valið að koma til Íslands þar sem henni hafi þótt landið svo framandi. „Á Ítalíu er lítið talað um Ísland en margir spurðu mig af hverju ég færi ekki til Bandaríkjanna. Ég hef hins vegar alltaf haft áhuga á að kynnast Íslandi, landinu og menningunni," segir Veronica. „Ítalir hafa þá hugmynd um íbúa Norðurlandanna að þeir séu svo kaldir í viðmóti. Að þeir tali ekkert og ég var svolítið hrædd um þetta þar sem ég er ekkert ofsalega opin í samskiptum. Ég held þó að ég hafi lært að til að kynnast fólki sé mikilvægt að taka fyrsta skrefið. Ég reyni því að kynnast fólki og þannig hef ég lært margt þessa mánuði sem ég hef búið á Íslandi," segir Veronica. Henni finnst Íslendingar þó svolítið skrítnir. „Fyrst eru þeir feimnir en svo þegar maður kynnist þeim þá eru þeir svo hlýir og yndislegir. Í fyrstu var ég svolítið áttavillt þar sem á Ítalíu er venjan að faðma fólk og kyssa, jafnvel þótt þú þekkir það ekki. Ég komst þó fljótt að því að þannig eru Íslendingar ekki," segir Veronica og hlær. „Mér líður vel á Íslandi. Ég bjóst ekki við að Íslendingar væru svona yndislegt fólk og ég er mjög ánægð hérna hjá íslensku fjölskyldunni minni. Svo hef ég eignast fullt af góðum vinum," segir Veronica sem ráðgerir að dvelja á Íslandi fram í júní á næsta ári.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent