Innlent

Kannast ekki við uppreisnina

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Menntamálaráðherra segir að menntamálanefnd hafi ekki gert uppreisn gegn sér vegna frestunar á hluta
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Menntamálaráðherra segir að menntamálanefnd hafi ekki gert uppreisn gegn sér vegna frestunar á hluta RÚV-frumvarpsins.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra tekur ekki undir að menntamálanefnd hafi gert uppreisn gegn sér þegar hún frestaði afgreiðslu hluta frumvarps hennar um RÚV.

„Ég tók það fram að ef þingið hefði betri leiðir til að ná þessu markmiði þá væri það þingsins. Frekar en að nálgast þetta svona, að þetta sé uppreisn, tel ég að við séum að fara inn í nýja tíma þar sem löggjafarvaldið skiptir meira máli. [...] Þess vegna styð ég að menn tengi saman auglýsingaumsvif Ríkisútvarpsins og lög um fjölmiðla. Ég held að þetta hafi verið illskásta leiðin í tímapressu fyrir jólin. Menn munu skoða þetta áfram, en ég hef ekki breytt þeirri skoðun minni að hlut Ríkisútvarpsins á að takmarka á þessum markaði,“ segir hún. Allir hafi skoðanir á RÚV og því best að ná sem mestri samstöðu um það.

Menntamálanefnd samþykkti þó að svokallað útvarpsgjald yrði lagt á næstum alla landsmenn, nema til dæmis fjármagnseigendur. Hvers vegna?

„Þessi leið er í samræmi við hvernig er borgað í framkvæmdasjóð aldraðra. Það er álitamál [hverjir eigi að borga þessi gjöld] og hefði mátt athuga það mín vegna, en það var farið í þá fyrirmynd sem var til og ef við ætlum að breyta skattheimtu þurfum við að gera það frá breiðari sjónarhóli en bara frá Ríkisútvarpinu. Þá þurfum við að taka upp alla skattalöggjöf.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×