Erlent

Lögregla sökuð um afglöp

Verkamenn vinna að viðgerð utan á Taj Mahal-hótelinu í Mumbai. Það var í gær opnað á ný eftir viðgerðir eftir blóðbaðið.
Verkamenn vinna að viðgerð utan á Taj Mahal-hótelinu í Mumbai. Það var í gær opnað á ný eftir viðgerðir eftir blóðbaðið. fréttablaðið/ap

Lögreglumenn sem áttu í höggi við skotglaða hryðjuverkamenn í Taj Mahal-lúxushótelinu í Mumbai í fyrra mánuði tjáðu gestum að þeim væri óhætt að yfirgefa herbergi sín, með þeim afleiðingum að þeir gengu í flasið á morðingjunum sem sölluðu fólkið niður.

Talsmenn lögreglunnar vísa á bug þessum ásökunum, sem fréttavefur BBC hefur eftir hótelgestum sem lifðu af.

Alls féllu yfir 170 saklausir borgarar fyrir hendi hinna morðóðu hryðjuverkamanna, sem höfðu það eitt að markmiði að drepa sem flesta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×