Erlent

Neyðarfundur um fjármálakreppuna í Washington í dag

Neyðarfundur fjármálaráðherra og seðlabankastjóra sjö stærstu iðnvelda heims hefst í Wasington í dag.

Um er að ræða hefðbundinn árlegan fund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Heimsbankans en honum hefur verið breytt í neyðarfund þar sem ræða á frekari aðgerðir vegna fjármálakreppunnar.

Hlutabréf hafa hrunið á mörkuðum í Bandaríkjunum og Asíu í nótt og lýsa sérfræðingar ástandinu sem svo að alger örvænting ríki nú á helstu fjármálamörkuðum heims. Dow Jones-vísitalan féll um 7% í gærkvöldi og í framhaldi af því hrundu markaðirnir í Asíu þar sem Nikkei-vísitalan í Japan féll um tæp 10%. Seðlabankar heimsins hafa dælt þúsundum milljarða króna á þessa markaði undanfarnar vikur en það hefur alls ekki dugað til.

Aðgerðir Bandaríkjamanna verða í sviðsljósinu á neyðarfundinum en stjórnvöld í Washington eru nú að íhuga að fjárfesta beint í beint í bönkum landsins. Þá munu Japanir ætla að leggja það til að gjaldeyrisvarasjóðir seðlabanka í Asíu-löndum verði notaðir í miklum mæli þar svipað og gerst hefur á Vesturlöndunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×