Innlent

Eignir íslenskra fyrirtækja að hrynja

Vilhjálmur Egilsson
Vilhjálmur Egilsson

Allar eignir íslenskra fyrirtækja og heimila eru að hrynja að sögn Vilhjálms Egilssonar framkvæmdastjóra atvinnulífsins. Lækka þurfi vexti strax og aðeins útförin ein sé eftir af peningamálastefnu Seðlabankans.

Gífurleg óvissa ríkir hjá íslenskum fyrirtækjum hefur hún ekki verið meiri áratugum saman. Framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins segir eignir fyrirtækjanna vera að brenna upp og þau standi ekki undir þeim háu vöxtum sem eru í landinu. Ef vextirnir lækki ekki mun bankarnir tapa skuldum sínum við fyrirtækin. Hann telur mikilvægt að koma stöðugleika á gengið og að vextir verði lækkaði í sjö til átta prósent. Peningamálastefna Seðlabankans sé ónýt.

Samtök atinnulífsins og Verkalýðshreyfingin vinna að því hvernig framlengja má kjarasamninga fyrir febrúar næst komandi, en forsendur þeirra samninga sem gerðir voru í febrúar á síðasta ári eru löngu brostnar.Vilhjálmur segir að um 70 prósent fyrirtækja geti staðið af sér storminn en verulega þurfi að létta undir með hinum 30 prósentunum, til að koma í veg fyrir verulegt atvinnuleysi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×