Innlent

Hundruð manna missa vinnu í Landsbankanum

Hundruð manna munu missa vinnuna hjá Landsbankanum, aðallega fólk á verðbréfasviði. Þetta er niðurstaðan þrátt fyrir að viðskiptaráðherra hafi sagt á fundi með starfsmönnum Landsbanks í gær að enginn myndi missa vinnuna. Elín Sigfúsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Landsbankans, hefur verið ráðin bankastjóri Nýja Landsbankans hf.

Nýi bankinn mun reka öll útibú gamla Landsbankans á landinu, útlánastarfsemi og aðra hefðbundna bankastarfsemi. Áætlað er að heildarfjöldi starfsmanna hins nýja banka verði í kringum 1000 en hjá Landsbanknum starfa nú 1550 manns. Þetta sagði viðskiptaráðherra á fundi sem hann hélt með Landsbankafólki í gær en fundurinn var tekinn upp á upptökutæki eins starfsmanns.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×