Fleiri fréttir Nevadafanginn segir vistina hafa verið helvíti á jörð Fannar Gunnlaugsson, Íslendingurinn sem mátti dúsa rúman mánuð í héraðsfangelsi í Nevada segir að líkja megi vistinni þar við helvíti á jörð. Fannar slapp úr haldi í vikulokin og hann kom heim til Íslands með flugi í morgun. 6.9.2008 13:35 Lögregla kölluð til eftir neyðaróp páfagauks Nágrannar við hús eitt í New Jersey kölluðu lögregluna til eftir að þeir heyrðu ítrekuð neyðaróp úr húsinu. Lögreglan sparkaði upp hurðinni að húsinu og leitaði um allt á þess að finna nokkurn innandyra. Þá kom í ljós að páfagaukurinn á heimilinu átti ópin. 6.9.2008 21:00 Mannbjörg er bát með tveimur mönnum hvolfdi Björgunarsveitin Berserkir á Stykkishólmi var kölluð út klukkan 18:16 í dag þegar plastbát með tveimur mönnum innanborðs hvolfdi í höfninni í Stykkishólmi, um 150 m. frá landi. 6.9.2008 19:55 Fjölmennt á nauðungaruppboði Nokkur hundruð manns mættu á nauðungaruppboð á ökutækjum sem sýslumaðurinn í Reykjavík hélt var í dag. Þeim fjölgar bílunum sem seldir eru á slíkum uppboðum. 6.9.2008 18:48 Heitt vatn komið á allsstaðar í Reykjavík Heitt vatn er komið á alls staðar í Reykjavík og viðgerð á Reykjaæð I er að ljúka. Eitthvað gæti skort á að fullur þrýstingur náist í hluta af Norðlingaholti fram eftir degi. 6.9.2008 14:12 Fjöldi húsbíla rekinn frá hafnarsvæðinu í Reykjanesbæ Eigendum rúmlega 50 húsbíla var vísað frá hafnarsvæðinu í Reykjanesbæ í morgun. Þeir eru mjög óánægðir með þetta þar sem þeir hafa verið á þessum sama stað meðan á Ljósnótt hefur staðið undanfarin fimm ár. 6.9.2008 12:53 Lítið barn slapp óslasað úr umferðaróhappi Lítill 3ja ára drengur slapp óslasaður úr umferðaróhappi á Suðurgötunni í Keflavík síðdegis í dag. 6.9.2008 19:41 Sigurbjörn Einarsson, biskup, jarðsunginn Útför Sigurbjörns Einarsonar, biskups, var gerð frá Hallgrímskirkju í dag. 6.9.2008 18:59 Kominn aftur í gæsluvarðhald Hæstiréttur sneri úrskurði héraðsdóms sem vildi sleppa Þorsteini Kragh. 6.9.2008 18:00 Göngum saman til styrktar rannsóknum á brjóstakrabba Styrktarfélagið Göngum saman efnir til göngu til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini á morgun, sunnudaginn 7. september á þremur stöðum á landinu, Reykjavík, Akureyri og Ísafirði. 6.9.2008 14:56 Fannst með lífshættulega áverka í morgun Maður fannst með lífshættulega áverka við Hátún í morgun. Að sögn lögreglunnar var hann fluttur strax til aðgerðar á gjörgæsludeild. Ekki er vitað um tildrög áverkanna en málið er í rannsókn. 6.9.2008 14:45 Græna netið vill landsskipulag á næsta þingi Á fundi Græna netsins um landsskipulag á Kaffi Hljómalind í morgun var samþykkt ályktun þar sem lýst er vonbrigðum með afdrif landsskipulagsákvæða í skipulagsfrumvarpi umhverfisráðherra á því löggjafarþingi sem nú er að ljúka og hvatt til þess að alþingi samþykki landsskipulag á vetri komanda. Ályktun fundarins hljóðar svo: 6.9.2008 13:53 Reykjanesbraut orðin fjórföld frá Straumsvík Reykjanesbraut er nú orðinn fjögurra akreina milli Straumsvíkur og útjaðars Njarðvíkur en umferð hefur verið hleypt á syðri akbraut Reykjanesbrautar við Grindavík. 6.9.2008 11:18 Einn verðmætasti bílafloti landsins á Hesthálsi Einhver verðmætasti bílafloti sem sést hefur hérlendis er þessa stundina samankominn við skoðunarstöð Frumherja á Hesthálsi en þetta er floti glæsibíla sem tekur þátt í alþjóðlegum kappakstri fornbíla umhverfis Ísland. 6.9.2008 11:14 Jarðarför Sigurbjörns Einarssonar biskups er í dag Sigurbjörn Einarsson, biskup, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan tvö. 6.9.2008 11:11 Fjölgun framundan í mannafla slökkviliðs höfuðborgarinnar Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hefur ákveðið að fjölga slökkvistöðvum á höfuðborgarsvæðinu á næstu misserum og byggja m.a. tvær stöðvar í stað þeirrar við Tunguháls, sem verður lokað. 6.9.2008 11:08 Gunnar Nelson berst í Kaupmannahöfn í kvöld Íslenski bardagaíþróttamaðurinn Gunnar Nelson berst sinn sjötta atvinnumannabardaga í blönduðum bardagaíþróttum (MMA) á Adrenalínmótinu í Kaupmannahöfn í kvöld. 6.9.2008 11:01 Flugumferðarstjórar lýsa yfir stuðningi við ljósmæður Félag íslenskra flugumferðarstjóra lýsir yfir eindregnum stuðningi við ljósmæður í kjarabaráttu þeirra. 6.9.2008 10:41 Búist við heitavatnsskorti á öllu höfuðborgarsvæðinu í dag Búist er við heitavatnsskorti á öllu höfuðborgarsvæðinu fram eftir degi í dag. Önnur aðalheitavatnsæðin til borgarinnar, Reykjaæð 1, fór í sundur við Laxalón í morgun. 6.9.2008 10:24 Kveikt var í Keikókvínni við Vestmannaeyjar Lögreglunni í Vestmannaeyjum barst tilkynning um sjö-leytið í morgun um að eldur logaði í Keikókvínni , sem liggur í Klettsvík. 6.9.2008 10:13 Vill að unglingar læri að koma auga á hryðjuverkamenn Aðstoðarborgarstjóri í Kaupmannahöfn vill að kennarar, skátaleiðtogar og aðrir sem umgangast unglinga læri að koma auga á upprennandi hryðjuverkamenn. 6.9.2008 09:57 Atkvæðagreiðsla hafin á ný í Angóla Atkvæðagreiðsla í Afríkuríkinu Angóla hófst á ný í dag eftir upplausnarástandið í gær, þegar ekki tókst að opna alla kjörstaði. 6.9.2008 09:54 Jeppabifreið valt í Ártúnsbrekku Jeppabifreið valt í Ártúnsbrekku í Reykjavík um klukkan átta í morgun. 6.9.2008 09:46 Neyðarástandi lýst eftir að Hanna náði landi í Bandaríkjunum Hitabeltisstormurinn Hanna gekk á land í Bandaríkjunum í nótt, á landamærum Norður- og Suður-Karolínu. 6.9.2008 09:41 Talsvert um slagsmál og pústra í Reykjanesbæ Mikið annríki var hjá lögreglunni á Suðurnesjum í nótt vegna ölvunar og óspekta í miðbæ Reykjanesbæjar en þar stendur nú yfir hátíðin Ljósanótt. Talsvert var um slagsmál og pústra en enginn slasaðist þó alvarlega. Fjórir gistu fangageymslur og þá var einn tekinn grunaður um ölvun við akstur. 6.9.2008 09:21 Tveir 16 ára strákar teknir með hass á Selfossi í nótt Tveir 16 ára drengir voru teknir með fíkniefni undir höndum á Selfossi í nótt. 6.9.2008 09:15 Franska konan fannst í Landmannalaugum heil á húfi Frönsk kona sem leitað var að í alla nótt fannst nú skömmu eftir klukkan átta í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu var koman heil á húfi og amaði ekkert að henni. Hún fannst skammt frá Landamannalaugum, við Suðurnámur. 6.9.2008 09:02 Ókeypis í sund um helgina Ný og glæsileg sundmiðstöð, Ásvallalaug, í Hafnarfirði verður opnuð í dag við hátíðlega athöfn. Ókeypis aðgangur verður fyrir alla sundgesti í dag og á morgun en laugin verður opin frá þrjú til átta í dag og frá átta til átta á morgun. 6.9.2008 00:01 Hæstiréttur úrskurðar Þorstein Kragh áfram í sex vikna gæsluvarðhald Hæstiréttur úrskurðaði í dag að Þorsteinn Kragh skuli sitja áfram í gæsluvarðhaldi næstu sex vikurnar vegna rannsóknarhagsmuna. Þorsteinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í byrjun júlí, grunaður um aðild að stóra hassmálinu svokallaða. 5.9.2008 21:05 Bjössi kom upp um fíkniefnaframleiðslu Talið er að stór skógarbjörn hafi tekið lögin í sínar eigin hendur í Utah í Bandaríkjunum nýlega. Björnin vandi komur sínar á sveitabæ þar sem hassframleiðsla fór fram. Eitthvað virðist hassbóndinn hafa látið bjössa skelfa sig því að hann flúði býlið. 5.9.2008 20:23 Tveir fluttir á slysadeild eftir árekstur á Bústaðarvegi Ökumaður vélhjóls og ökumaður fólksbíls voru fluttir á slysadeild eftir árekstur á Bústaðarvegi um hálfníuleytið í kvöld. Tildrög slyssins eru ókunn. Ekki er vitað hversu alvarlega ökumennirnir slösuðust. 5.9.2008 21:37 Á annað þúsund hafa skráð nöfn sín í minningarbók um biskup Um 1100 manns eru búnir að skrá nöfn sín í minningarbók um Sigurbjörn Einarsson biskup. Bókin hefur legið frammi á Biskupsstofu í Kirkjuhúsinu undanfarna daga. Sigurbjörn andaðist þann 28. ágúst. Hann verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju á morgun klukkan 14. 5.9.2008 20:35 Írakar æfir yfir fregnum af njósum Bandaríkjamanna í Írak Bandarísk stjórnvöld hafa njósnað um Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, og fleiri ráðamenn Írak eftir því sem rannsóknarblaðamaðurinn Bob Woodard fullyrðir í nýrri bók um Bush-stjórnina. 5.9.2008 16:41 Lögreglan á Blönduósi fann fíkniefni Lögreglan á Blönduósi gerði húsleit í dag, að undangengnum úrskurði Héraðsdóms Norðurlands vestra. Ástæða húsleitarinnar var grunur um vörslu, neyslu og dreifingu fíkniefna á svæðinu. 5.9.2008 19:58 Sextíu prósent aukning á bjórútflutningi Bjórinn Skjálfti, sem hefur verið seldur á Íslandi um skeið, er nú að leggja í landvinninga þar sem hafinn hefur verið útflutningur á honum til Danmerkur. Bjórinn mun koma á markað eftir helgi í verslunum Magazin Du Nord í Kaupmannahöfn. Þá mun COOP verslunarkeðjan í Danmörku selja jólabjór sem framleiddur verður hjá Ölvisholt Brugghús í Flóahreppi. 5.9.2008 19:36 Bankastjóri orðaður við Landsvirkjunarstól Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, vill ekki tjá sig um sögusagnir þess efnis að hann hyggist sækja um starf forstjóra Landsvirkjunar. 5.9.2008 18:51 Hvergi meiri kaupmáttarrýrnun en hér á landi Íslendingar hafa á nokkrum mánuðum tapað næstum helmingi af góðærinu frá 2004. Hvergi meðal iðnvæddra ríkja er spáð meiri rýrnun kaupmáttar á þessu ári en hér á landi, eftir því sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2. 5.9.2008 18:42 Læknanemar styðja ljósmæður Læknanemar í verknámi á kvennasviði Landspítala háskólasjúkrahúss styðja kjarabaráttu ljósmæðra og hvetja ráðamenn þjóðarinnar til að tryggja að gengið verði hratt og örugglega til samninga við ljósmæður. Þetta kemur fram í tilkynningu sem læknanemar sendu frá sér fyrir stundu. 5.9.2008 17:28 Vestfirskir háskólanemar í siglingu um firðina Meistaranemar og kennarar í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða munu leggja af stað í þriggja daga námsferð á 60 feta seglskútu um Vestfirði á hádegi næstkomandi mánudag. 5.9.2008 17:15 Stefna að því að klára hrefnuveiðikvóta í þessum mánuði Búið er að veiða 37 hrefnur af þeim 40 dýra kvóta sem sjávarútvegsráðherra gaf út í vor. Þetta kemur fram á heimasíðu Félags hrefnuveiðimanna, hrefna.is. 5.9.2008 17:06 Náðu skartgripum fyrir á aðra milljón króna Tveir karlmenn, sem grunaðir eru um að hafa tekið skartgripi ófrjálsri hendi í verslun á Laugavegi um hádegisbil í gær, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 10. september. 5.9.2008 16:57 Danir búast við frekari árásum Al Kæda Greiningardeild dönsku lögreglunnar telur að nýtt myndband þar sem Al Kæda hótar frekari árásum á Danmörku sé ófalsað. 5.9.2008 16:49 Kröfu Jóns um tvo verjendur vísað aftur heim í hérað Hæstiréttur vísaði í dag aftur heim í hérað kröfu Jóns Ólafssonar athafnamanns um að Sigurður G. Guðjónsson og Ragnar Aðalsteinsson yrðu báðir verjendur hans í máli efnhagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á hendur Jóni vegna meintra skattalagabrota. 5.9.2008 16:31 Hæstiréttur ómerkti úrskurð um nýja rannsókn á kynferðisbroti Hæstiréttur hefur ómerkt úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur að hefja skuli að nýju rannsókn á máli þar sem karlmaður er grunaður um kynferðisbrot gegn ungri dóttur sinni. 5.9.2008 16:15 Rice rýfur hálfrar aldar einangrun Libyu Utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom í dag í heimsókn til Libyu. Það er í fyrsta skipti í meira en hálfa öld sem bandarískur utanríkisráðherra heimsækir landið. 5.9.2008 15:58 Sjá næstu 50 fréttir
Nevadafanginn segir vistina hafa verið helvíti á jörð Fannar Gunnlaugsson, Íslendingurinn sem mátti dúsa rúman mánuð í héraðsfangelsi í Nevada segir að líkja megi vistinni þar við helvíti á jörð. Fannar slapp úr haldi í vikulokin og hann kom heim til Íslands með flugi í morgun. 6.9.2008 13:35
Lögregla kölluð til eftir neyðaróp páfagauks Nágrannar við hús eitt í New Jersey kölluðu lögregluna til eftir að þeir heyrðu ítrekuð neyðaróp úr húsinu. Lögreglan sparkaði upp hurðinni að húsinu og leitaði um allt á þess að finna nokkurn innandyra. Þá kom í ljós að páfagaukurinn á heimilinu átti ópin. 6.9.2008 21:00
Mannbjörg er bát með tveimur mönnum hvolfdi Björgunarsveitin Berserkir á Stykkishólmi var kölluð út klukkan 18:16 í dag þegar plastbát með tveimur mönnum innanborðs hvolfdi í höfninni í Stykkishólmi, um 150 m. frá landi. 6.9.2008 19:55
Fjölmennt á nauðungaruppboði Nokkur hundruð manns mættu á nauðungaruppboð á ökutækjum sem sýslumaðurinn í Reykjavík hélt var í dag. Þeim fjölgar bílunum sem seldir eru á slíkum uppboðum. 6.9.2008 18:48
Heitt vatn komið á allsstaðar í Reykjavík Heitt vatn er komið á alls staðar í Reykjavík og viðgerð á Reykjaæð I er að ljúka. Eitthvað gæti skort á að fullur þrýstingur náist í hluta af Norðlingaholti fram eftir degi. 6.9.2008 14:12
Fjöldi húsbíla rekinn frá hafnarsvæðinu í Reykjanesbæ Eigendum rúmlega 50 húsbíla var vísað frá hafnarsvæðinu í Reykjanesbæ í morgun. Þeir eru mjög óánægðir með þetta þar sem þeir hafa verið á þessum sama stað meðan á Ljósnótt hefur staðið undanfarin fimm ár. 6.9.2008 12:53
Lítið barn slapp óslasað úr umferðaróhappi Lítill 3ja ára drengur slapp óslasaður úr umferðaróhappi á Suðurgötunni í Keflavík síðdegis í dag. 6.9.2008 19:41
Sigurbjörn Einarsson, biskup, jarðsunginn Útför Sigurbjörns Einarsonar, biskups, var gerð frá Hallgrímskirkju í dag. 6.9.2008 18:59
Kominn aftur í gæsluvarðhald Hæstiréttur sneri úrskurði héraðsdóms sem vildi sleppa Þorsteini Kragh. 6.9.2008 18:00
Göngum saman til styrktar rannsóknum á brjóstakrabba Styrktarfélagið Göngum saman efnir til göngu til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini á morgun, sunnudaginn 7. september á þremur stöðum á landinu, Reykjavík, Akureyri og Ísafirði. 6.9.2008 14:56
Fannst með lífshættulega áverka í morgun Maður fannst með lífshættulega áverka við Hátún í morgun. Að sögn lögreglunnar var hann fluttur strax til aðgerðar á gjörgæsludeild. Ekki er vitað um tildrög áverkanna en málið er í rannsókn. 6.9.2008 14:45
Græna netið vill landsskipulag á næsta þingi Á fundi Græna netsins um landsskipulag á Kaffi Hljómalind í morgun var samþykkt ályktun þar sem lýst er vonbrigðum með afdrif landsskipulagsákvæða í skipulagsfrumvarpi umhverfisráðherra á því löggjafarþingi sem nú er að ljúka og hvatt til þess að alþingi samþykki landsskipulag á vetri komanda. Ályktun fundarins hljóðar svo: 6.9.2008 13:53
Reykjanesbraut orðin fjórföld frá Straumsvík Reykjanesbraut er nú orðinn fjögurra akreina milli Straumsvíkur og útjaðars Njarðvíkur en umferð hefur verið hleypt á syðri akbraut Reykjanesbrautar við Grindavík. 6.9.2008 11:18
Einn verðmætasti bílafloti landsins á Hesthálsi Einhver verðmætasti bílafloti sem sést hefur hérlendis er þessa stundina samankominn við skoðunarstöð Frumherja á Hesthálsi en þetta er floti glæsibíla sem tekur þátt í alþjóðlegum kappakstri fornbíla umhverfis Ísland. 6.9.2008 11:14
Jarðarför Sigurbjörns Einarssonar biskups er í dag Sigurbjörn Einarsson, biskup, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan tvö. 6.9.2008 11:11
Fjölgun framundan í mannafla slökkviliðs höfuðborgarinnar Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hefur ákveðið að fjölga slökkvistöðvum á höfuðborgarsvæðinu á næstu misserum og byggja m.a. tvær stöðvar í stað þeirrar við Tunguháls, sem verður lokað. 6.9.2008 11:08
Gunnar Nelson berst í Kaupmannahöfn í kvöld Íslenski bardagaíþróttamaðurinn Gunnar Nelson berst sinn sjötta atvinnumannabardaga í blönduðum bardagaíþróttum (MMA) á Adrenalínmótinu í Kaupmannahöfn í kvöld. 6.9.2008 11:01
Flugumferðarstjórar lýsa yfir stuðningi við ljósmæður Félag íslenskra flugumferðarstjóra lýsir yfir eindregnum stuðningi við ljósmæður í kjarabaráttu þeirra. 6.9.2008 10:41
Búist við heitavatnsskorti á öllu höfuðborgarsvæðinu í dag Búist er við heitavatnsskorti á öllu höfuðborgarsvæðinu fram eftir degi í dag. Önnur aðalheitavatnsæðin til borgarinnar, Reykjaæð 1, fór í sundur við Laxalón í morgun. 6.9.2008 10:24
Kveikt var í Keikókvínni við Vestmannaeyjar Lögreglunni í Vestmannaeyjum barst tilkynning um sjö-leytið í morgun um að eldur logaði í Keikókvínni , sem liggur í Klettsvík. 6.9.2008 10:13
Vill að unglingar læri að koma auga á hryðjuverkamenn Aðstoðarborgarstjóri í Kaupmannahöfn vill að kennarar, skátaleiðtogar og aðrir sem umgangast unglinga læri að koma auga á upprennandi hryðjuverkamenn. 6.9.2008 09:57
Atkvæðagreiðsla hafin á ný í Angóla Atkvæðagreiðsla í Afríkuríkinu Angóla hófst á ný í dag eftir upplausnarástandið í gær, þegar ekki tókst að opna alla kjörstaði. 6.9.2008 09:54
Jeppabifreið valt í Ártúnsbrekku Jeppabifreið valt í Ártúnsbrekku í Reykjavík um klukkan átta í morgun. 6.9.2008 09:46
Neyðarástandi lýst eftir að Hanna náði landi í Bandaríkjunum Hitabeltisstormurinn Hanna gekk á land í Bandaríkjunum í nótt, á landamærum Norður- og Suður-Karolínu. 6.9.2008 09:41
Talsvert um slagsmál og pústra í Reykjanesbæ Mikið annríki var hjá lögreglunni á Suðurnesjum í nótt vegna ölvunar og óspekta í miðbæ Reykjanesbæjar en þar stendur nú yfir hátíðin Ljósanótt. Talsvert var um slagsmál og pústra en enginn slasaðist þó alvarlega. Fjórir gistu fangageymslur og þá var einn tekinn grunaður um ölvun við akstur. 6.9.2008 09:21
Tveir 16 ára strákar teknir með hass á Selfossi í nótt Tveir 16 ára drengir voru teknir með fíkniefni undir höndum á Selfossi í nótt. 6.9.2008 09:15
Franska konan fannst í Landmannalaugum heil á húfi Frönsk kona sem leitað var að í alla nótt fannst nú skömmu eftir klukkan átta í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu var koman heil á húfi og amaði ekkert að henni. Hún fannst skammt frá Landamannalaugum, við Suðurnámur. 6.9.2008 09:02
Ókeypis í sund um helgina Ný og glæsileg sundmiðstöð, Ásvallalaug, í Hafnarfirði verður opnuð í dag við hátíðlega athöfn. Ókeypis aðgangur verður fyrir alla sundgesti í dag og á morgun en laugin verður opin frá þrjú til átta í dag og frá átta til átta á morgun. 6.9.2008 00:01
Hæstiréttur úrskurðar Þorstein Kragh áfram í sex vikna gæsluvarðhald Hæstiréttur úrskurðaði í dag að Þorsteinn Kragh skuli sitja áfram í gæsluvarðhaldi næstu sex vikurnar vegna rannsóknarhagsmuna. Þorsteinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í byrjun júlí, grunaður um aðild að stóra hassmálinu svokallaða. 5.9.2008 21:05
Bjössi kom upp um fíkniefnaframleiðslu Talið er að stór skógarbjörn hafi tekið lögin í sínar eigin hendur í Utah í Bandaríkjunum nýlega. Björnin vandi komur sínar á sveitabæ þar sem hassframleiðsla fór fram. Eitthvað virðist hassbóndinn hafa látið bjössa skelfa sig því að hann flúði býlið. 5.9.2008 20:23
Tveir fluttir á slysadeild eftir árekstur á Bústaðarvegi Ökumaður vélhjóls og ökumaður fólksbíls voru fluttir á slysadeild eftir árekstur á Bústaðarvegi um hálfníuleytið í kvöld. Tildrög slyssins eru ókunn. Ekki er vitað hversu alvarlega ökumennirnir slösuðust. 5.9.2008 21:37
Á annað þúsund hafa skráð nöfn sín í minningarbók um biskup Um 1100 manns eru búnir að skrá nöfn sín í minningarbók um Sigurbjörn Einarsson biskup. Bókin hefur legið frammi á Biskupsstofu í Kirkjuhúsinu undanfarna daga. Sigurbjörn andaðist þann 28. ágúst. Hann verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju á morgun klukkan 14. 5.9.2008 20:35
Írakar æfir yfir fregnum af njósum Bandaríkjamanna í Írak Bandarísk stjórnvöld hafa njósnað um Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, og fleiri ráðamenn Írak eftir því sem rannsóknarblaðamaðurinn Bob Woodard fullyrðir í nýrri bók um Bush-stjórnina. 5.9.2008 16:41
Lögreglan á Blönduósi fann fíkniefni Lögreglan á Blönduósi gerði húsleit í dag, að undangengnum úrskurði Héraðsdóms Norðurlands vestra. Ástæða húsleitarinnar var grunur um vörslu, neyslu og dreifingu fíkniefna á svæðinu. 5.9.2008 19:58
Sextíu prósent aukning á bjórútflutningi Bjórinn Skjálfti, sem hefur verið seldur á Íslandi um skeið, er nú að leggja í landvinninga þar sem hafinn hefur verið útflutningur á honum til Danmerkur. Bjórinn mun koma á markað eftir helgi í verslunum Magazin Du Nord í Kaupmannahöfn. Þá mun COOP verslunarkeðjan í Danmörku selja jólabjór sem framleiddur verður hjá Ölvisholt Brugghús í Flóahreppi. 5.9.2008 19:36
Bankastjóri orðaður við Landsvirkjunarstól Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, vill ekki tjá sig um sögusagnir þess efnis að hann hyggist sækja um starf forstjóra Landsvirkjunar. 5.9.2008 18:51
Hvergi meiri kaupmáttarrýrnun en hér á landi Íslendingar hafa á nokkrum mánuðum tapað næstum helmingi af góðærinu frá 2004. Hvergi meðal iðnvæddra ríkja er spáð meiri rýrnun kaupmáttar á þessu ári en hér á landi, eftir því sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2. 5.9.2008 18:42
Læknanemar styðja ljósmæður Læknanemar í verknámi á kvennasviði Landspítala háskólasjúkrahúss styðja kjarabaráttu ljósmæðra og hvetja ráðamenn þjóðarinnar til að tryggja að gengið verði hratt og örugglega til samninga við ljósmæður. Þetta kemur fram í tilkynningu sem læknanemar sendu frá sér fyrir stundu. 5.9.2008 17:28
Vestfirskir háskólanemar í siglingu um firðina Meistaranemar og kennarar í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða munu leggja af stað í þriggja daga námsferð á 60 feta seglskútu um Vestfirði á hádegi næstkomandi mánudag. 5.9.2008 17:15
Stefna að því að klára hrefnuveiðikvóta í þessum mánuði Búið er að veiða 37 hrefnur af þeim 40 dýra kvóta sem sjávarútvegsráðherra gaf út í vor. Þetta kemur fram á heimasíðu Félags hrefnuveiðimanna, hrefna.is. 5.9.2008 17:06
Náðu skartgripum fyrir á aðra milljón króna Tveir karlmenn, sem grunaðir eru um að hafa tekið skartgripi ófrjálsri hendi í verslun á Laugavegi um hádegisbil í gær, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 10. september. 5.9.2008 16:57
Danir búast við frekari árásum Al Kæda Greiningardeild dönsku lögreglunnar telur að nýtt myndband þar sem Al Kæda hótar frekari árásum á Danmörku sé ófalsað. 5.9.2008 16:49
Kröfu Jóns um tvo verjendur vísað aftur heim í hérað Hæstiréttur vísaði í dag aftur heim í hérað kröfu Jóns Ólafssonar athafnamanns um að Sigurður G. Guðjónsson og Ragnar Aðalsteinsson yrðu báðir verjendur hans í máli efnhagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á hendur Jóni vegna meintra skattalagabrota. 5.9.2008 16:31
Hæstiréttur ómerkti úrskurð um nýja rannsókn á kynferðisbroti Hæstiréttur hefur ómerkt úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur að hefja skuli að nýju rannsókn á máli þar sem karlmaður er grunaður um kynferðisbrot gegn ungri dóttur sinni. 5.9.2008 16:15
Rice rýfur hálfrar aldar einangrun Libyu Utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom í dag í heimsókn til Libyu. Það er í fyrsta skipti í meira en hálfa öld sem bandarískur utanríkisráðherra heimsækir landið. 5.9.2008 15:58