Innlent

Reykjanesbraut orðin fjórföld frá Straumsvík

Reykjanesbraut er nú orðinn fjögurra akreina milli Straumsvíkur og útjaðars Njarðvíkur en umferð hefur verið hleypt á syðri akbraut Reykjanesbrautar við Grindavík.

Ökumenn geta þar með ekið á tvöfaldri Reykjanesbraut með aðskildum akreinum alla leið frá Hafnarfirði og að mislægum gatnamótum við Stapahverfi, sem er miðja vegu milli Njarðvíkur og Grindavíkurvegar, en við Stapahverfi hefur umferðin verið færð á nýja brú.

Gert er ráð fyrir að þetta framhjáhlaup verði í notkun fram í byrjun október og biður vegfarendur um að sýna tillitssemi og virða hámarkshraða á svæðinu búast má við töfum á umferð á meðan unnið er að færslunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×