Innlent

Búist við heitavatnsskorti á öllu höfuðborgarsvæðinu í dag

Búist er við heitavatnsskorti á öllu höfuðborgarsvæðinu fram eftir degi í dag. Önnur aðalheitavatnsæðin til borgarinnar, Reykjaæð 1, fór í sundur við Laxalón í morgun.

Mikil gufa stígur upp úr jörðinni þar sem æðin fór í sundur en það er rétt hjá Golfvelli Reykjavíkur.

Helgi Pétursson fjölmiðlafulltrúi Orkuveitunnar segir að æðin hafi farið í sundur skömmu fyrir klukkan tíu. Ekki er vitað um orsakir þess í augnablikinu.

Viðgerðarmenn eru komnir á staðinn. Búist er við að viðgerð ljúki síðdegis, en fram að því má búast við skorti á heitu vatni á öllu höfuðborgarsvæðinu. Fólk er sérstaklega beðið um að gæta að því að skrúfað sé fyrir heitavatnskrana á heimilum.

Jafnframt þessu er unnið að tengingu á Suðuræð á Reynisvatnsheiði, en það er ný lögn fyrir heitt vatn til Hafnarfjarðar og víðar.

 

 

 












Fleiri fréttir

Sjá meira


×