Innlent

Hvergi meiri kaupmáttarrýrnun en hér á landi

Íslendingar hafa á nokkrum mánuðum tapað næstum helmingi af góðærinu frá 2004. Hvergi meðal iðnvæddra ríkja er spáð meiri rýrnun kaupmáttar á þessu ári en hér á landi, eftir því sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Verslunarhúsnæði sem stendur autt víðs vegar um höfuðborgina talar sínu máli um yfirstandandi samdrátt. Það gera líka stórkostlegar útsölur sem fyrirtæki keppast um að auglýsa. Með hverjum mánuði sem líður fá launamenn minna fyrir kaupið sitt.

Samanburðurinn við aðrar vestrænar þjóðir er ekki hagstæður. Íslandi er spáð langmestu kaupmáttarrýrnun vestrænna landa á þessu ári, eða 2,6 prósent, samkvæmt tölum sem norska Aftenposten tók saman.

Kaupmáttarrýrnun hér á landi hefur ekki verið jafn mikil síðan 1993, samkvæmt útreikningum ASÍ.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×