Innlent

Lítið barn slapp óslasað úr umferðaróhappi

Lítill 3ja ára drengur slapp óslasaður úr umferðaróhappi á Suðurgötunni í Keflavík síðdegis í dag.

Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum hljóp drengurinn út á götuna á milli bíla og í veg fyrir bíl sem kom þar akandi. Sem betur fer var ökumaður þess bíls á lítilli ferð og náði að stöðva bíll um leið og drengurinn skall á honum. Fór því betur en áhorfðist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×