Innlent

Jeppabifreið valt í Ártúnsbrekku

Jeppabifreið valt í Ártúnsbrekku í Reykjavík um klukkan átta í morgun.

Talið er að kerra sem bíllinn var að draga hafi ekki verið rétt lestuð og því hafi ökumaður misst stjórn á bifreiðinni.

Ökumaður og farþega voru báðir í beltum og eru meiðsl þeirra ekki talin alvarleg. Þeir voru þó báðir fluttir á slysadeild til skoðunar. Bíllinn er mikið skemmdur og í óökufæru ástandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×