Innlent

Náðu skartgripum fyrir á aðra milljón króna

Tveir karlmenn, sem grunaðir eru um að hafa tekið skartgripi ófrjálsri hendi í verslun á Laugavegi um hádegisbil í gær, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 10. september.

Að sögn Ómars Smára Ármannssonar gengu mennirnir inn í búðina og tóku það sem hendi var næst og hlupu á brott. Komust þeir á brott með skartgripi fyrir á aðra milljón króna.

Þeir voru svo handteknir í gær og úrskurðaðir í gæsluvarðhald í dag að kröfu lögreglu. Mennirnir hafa áður komið við sögu lögreglu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×