Innlent

Sextíu prósent aukning á bjórútflutningi

Bjórinn Skjálfti, sem hefur verið seldur á Íslandi um skeið, er nú að leggja í landvinninga þar sem hafinn hefur verið útflutningur á honum til Danmerkur. Bjórinn mun koma á markað eftir helgi í verslunum Magazin Du Nord í Kaupmannahöfn. Þá mun COOP verslunarkeðjan í Danmörku selja jólabjór sem framleiddur verður hjá Ölvisholt Brugghús í Flóahreppi.

Undirritaðir hafa verið samningar um sölu á 100.000 lítrum af bjór til Danmerkur á hverju ári. Það er um þriðjungur af því sem Ölvisholt Brugghús framleiðir. Bjarni Einarsson eggjabóndi og Jón Elías Gunnlaugsson garðyrkjubóndi, eru eigendur Ölvisholts Brugghúss. Þeir telja að það sé einsdæmi að bjór frá Íslandi sé fluttur út í jafn miklu magni. Þeir segja að um sé að ræða rúmlega 60% aukningu á bjórútflutningi frá Íslandi.

Eigendur Ölvisholts Brugghúss eiga jafnframt í viðræðum við dreifingaraðila á Norðurlöndum og segja þeir að viðræðurnar lofi góðu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×