Innlent

Einn verðmætasti bílafloti landsins á Hesthálsi

Einhver verðmætasti bílafloti sem sést hefur hérlendis er þessa stundina samankominn við skoðunarstöð Frumherja á Hesthálsi en þetta er floti glæsibíla sem tekur þátt í alþjóðlegum kappakstri fornbíla umhverfis Ísland.

Hátt í eitthundrað fornbílar hafa verið fluttir til landsins vegna keppninnar en hún hefst í Reykjavík í fyrramálið og stendur fram á föstudag í næstu viku. Hjá Frumherja er nú verið að skoða keppnisbílana og útbúnað þeirra en þeir elstu eru frá árinu 1922.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×