Innlent

Kveikt var í Keikókvínni við Vestmannaeyjar

Lögreglunni í Vestmannaeyjum barst tilkynning um sjö-leytið í morgun um að eldur logaði í Keikókvínni , sem liggur í Klettsvík.

Lóðsinn í Eyjum var sendur á staðinn og slökkti hann eldinn. Að sögn lögreglunnar hefur einhver farið á bát að kvínni og kveikt í dekki hennar. Ekki var um mikinn eldsvoða að ræða og tjónið talið óverulegt þar sem kvíin er ekki í notkun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×