Fleiri fréttir

Gorkiy leggst að bryggju í seinasta sinn

Eftir rúmlega þrjátíu ára siglingar til Íslands lagðist rússneska skemmtiferðaskipið Maxim Gorkiy í síðast sinn að bryggju í Reykjavík í morgun.

Innbrotsþjófur í gæsluvarðhald

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir innbrotsþjófi sem handtekinn var ásamt þremur öðrum vegna þriggja innbrota í Hafnarfirði og Garðabæ. Maðurinn kærði gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar sem staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms.

McCain gerir aftur gys að Obama í nýrri auglýsingu

John McCain lætur ekki deigan síga í kosningabaráttunni við Barack Obama um bandaríska forsetastólinn og birti í dag nýja auglýsingu þar sem hann líkir Obama aftur við ofurstjörnur Hollywood. Áður hafði McCain gert auglýsingu sem líkti Obama við Paris Hilton og Britney Spears.

Háskólakennari áfram í gæsluvarðhaldi

Hæstiréttur staðfesti dag að háskólakennarinn sem í síðustu viku var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot, skuli sæta áfram gæsluvarðhaldi, eða til 28. ágúst.

Ríflega 12% meiri sala af áfengi en í fyrra

Sala á áfengi í vikunni fyrir verslunarmannahelgi var rúmlega 12 prósentum meiri í lítrum talið en í sömu viku fyrir ári. Þetta kemur fram á vef Áfengis- og tóbaksverslunar ríksins.

Þúsundir í verkfalli í Suður-Afríku

Þúsundir verkamanna hafa í dag tekið þátt í verkfalli um alla Suður Afríku til þess að mótmæla rísandi eldsneytis- og matarverði og aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar. Stéttarfélagið COSATU sem hefur tvær milljónir meðlima hvatti félagsmenn sína til þess að leggja niður störf í dag. Var tilgangurinn að að senda vinnuveitendum sínum skilaboð en þeir íhuga að minnka laun vegna ástandsins.

Annir hjá þyrlum Gæslunnar um helgina

Viðbrögð við ólátum í Húsafelli á laugardag og umferðarslys í Mývatnssveit á mánudag voru meðal þeirra verkefna sem þyrlur Landhelgisgæslunnar sinntu í samvinnu við lögreglu um verslunarmannahelgina.

Meirihluti borgarfulltrúa vill ekki prófkjör - Oddvitinn segir ákvörðunina hjá flokksmönnum

Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borginni, segir það alfarið í höndum fulltrúaráðs flokksins í Reykjavík og flokksmanna í borginni hvernig valið verður á lista fyrir næstu kosningar. Það sé ekki rétt að hún hafi talað fyrir uppstillingu á fundi með stjórnum hverfafélaga í síðasta mánuði, eins og Vísir greindi frá fyrr í dag.

Óljós svör Írana valda vonbrigðum

Símafundur verður á eftir á milli leiðtoga sex leiðandi þjóða í heiminum þar sem fjallað verðu um hvernig eigi að bregðast við óljósu svarbréfi Írana við tilboði þeirra um samvinnu. Þykja Íranar hafa verið með undanbrögð með óljósu svari sínu.

Kjærsgaard á sjúkrahúsi

Leiðtogi Danska þjóðarflokksins, Pia Kjærsgaard, er nú í rannsókn á sjúkrahúsinu í Hróarskeldu eftir að hún fann fyrir miklum höfuðverk á á sumarfundi flokksins á Sjálandi í dag.

Ekkert óeðlilegt við að bílstjóri hafi réttarstöðu sakbornings

Hannes Ragnarsson sem lenti í umferðaróhappi á skoðunarstöð Frumherja á föstudag gagnrýnir vinnubrögð lögreglunnar í Fréttablaðinu í dag. Þar segir hann m.a að lögregluþjónn hafi heimsótt sig þar sem hann lá á sjúkrahúsinu og tilkynnt sér að hann hefði réttarstöðu sakbornings í málinu. Margeir Sveinsson fulltrúi í rannsóknardeild umferðarslysa hjá lögreglunni segir ekkert óeðlilegt við það enda hafi Hannes valdið tjóni á öðru ökutæki.

Bílstjóri bin Ladens dæmdur

Salim Hamdan, bílstjóri Osama bin Ladens, var í dag fundinn sekur af bandarískum herdómsstóli í Guantanamo fangabúðunum. Þetta var í fyrsta sinn sem fullt dómsmál fer fyrir bandarískan herrétt síðan í seinni heimstyrjöldinni.

Telur ekki heppilegt að halda opið prófkjör

Á nýlegum fundi sem Hanna Birna Kristjánssdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, hélt með stjórnum hverfafélaga flokksins í borginni, lýsti hún þeirri skoðun sinni að ekki yrði heppilegt að halda opið prófkjör fyrir næstu kosningar.

Mikilvægt skref í landsvæðabaráttu norðurheimskautsins

Vísindamenn við háskólann í Durham í Bretlandi hafa gert kort sem sýnir yfirráð ríkja á norðurheimskautinu og möguleg svæði sem gætu orðið bitbein í framtíðinni. Þetta er í fyrsta sinn sem hannað er svo nákvæmt kort af svæðinu.

Kvótalausi sjómaðurinn veiddi 750 kíló

„Ég er að leggja að bryggju hérna í Sandgerði en hef ekki séð „pólitíið" ennþá. Ég geri samt ráð fyrir að þeir láti sig ekki vanta eins og vanalega," segir Ásmundur Jóhannsson kvótalaus sjómaður sem fór til veiða í dag. Vísir sagði frá því fyrr í dag að Landhelgisgæslan hefði reynt að ná sambandi við Ásmund sem var við veiðar út af Garðskaga en án árangurs.

Áfram minnkandi umferð í landinu

Umferð í nýliðnum júlímánuði reyndist 3,7 prósentum minni en í sama mánuði í fyrra þegar bornir eru saman 14 talningarstaðir um land allt.

Helmingur af prímatategundum jarðar í útrýmingarhættu

Nærrum því helmingur allra prímatategunda eru í útrýmingahættu samkvæmt Alþjóðasamtökunum um verndun náttúru (IUCN). Halda samtökin þessu fram á grundvelli rannsókna hundruða vísindamanna en meira en áratugur er síðan svo viðamikill samantekt hefur verið gert. Hafa stofnar marga tegunda versnað til muna á síðasta áratug.

Langjökull horfinn um miðja næstu öld?

Búast má við því að jöklar hér á landi hopi ört á yfirstandandi öld og haldi fram sem horfir verður Langjökull horfinn um miðja næstu öld.

Ölvaður ökumaður svaf á grænu ljósi

Karl á fertugsaldri var handtekinn í miðborginni aðfaranótt laugardags. Hann sat í ökumannssæti bifreiðar á gatnamótum Hafnarstrætis og Lækjargötu en bíllinn færðist ekki úr stað þegar grænt ljós kviknaði á umferðarljósum fyrir hans akstursstefnu.

Herinn tekur völdin af forsetanum í Máritaníu

Valdarán var framið í Afríkuríkinu Máritaníu í morgun þegar herinn handtók forseta landsins, Sidi Mohammed Ould Cheikh Abdallahi, forsætisráðherrann og innanríkisráðherrann.

Viðræður í hnút og aðgerðar ræddar hjá ljósmæðrum

Kjaraviðræður Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins eru í algjörum hnút og félagsfundur Ljósmæðrafélagsins tekur í kvöld afstöðu til hugmynda forystumanna félagsins um aðgerðir til að knýja á um launaleiðréttingu.

Farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgar um tvö prósent

Tæplega 560 þúsund farþegar komu til landsins um Keflavíkurflugvöll á fyrstu sjö mánuðum ársins sem er tíu þúsund farþegum meira en á sama tíma í fyrra. Nemur aukningin um tveimur prósentum í júlí eftir því sem segir á vef Hagstofunnar.

Mótmæltu fóstureyðingum í Peking

Þrír Bandaríkjamenn voru í morgun handteknir á Torgi hins himneska friðar. Fólkið vildi mótmæla aðgerðum kínverskra stjórnvalda sem miða að því að stemma stigu við fólksfjölgun í landinu en þar mega hjón aðeins eiga eitt barn. Það leiðir til þess að fóstureyðingar eru mjög algengar í landinu. Fólkið sem er kaþólskt og mótmælandatrúar hrópaði ókvæðisorð að stjórnvöldum og sagði konur neyddar í fóstureyðingar til þess að framfylgja lögunum.

Hætta rannsókn á meintum sauðaþjófnaði

Rannsókn á meintum sauðaþjófnaði, sem hófst með húsleilt í Nesjum í Hornafirði skömmu fyrir síðsutu jól, hefur verið felld niður. Ríkissaksóknari hefur staðfest þá ákvörðun lögreglustjórans á Eskifirði.

Norður Kórea á langt í land

George Bush lofsamaði stjórnvöld í Suður Kóreu í ræðu sem hann hélt í morgun, en sagði að nágrannar þeirra í norðri þurfi að vinna mikið verk áður en hann íhugi að taka Norður Kóreu af listanum yfir öxulveldi hins illa.

Maxim Gorky í sinni hinstu Íslandsferð

Rússneska skemmtiferðaskipið Maxim Gorky kemur í sína síðustu ferð til Reykjavíkur í dag, en eftir þessa ferð verður skipinu lagt og því breytt í hótel. Það hefur siglt um noðrurslóðir í 32 ár,komið rúmlega 130 sinnum við hér á landi á því tímabili og flutt hingað um 85 þúsund farþega.

Solzhenitsyn jarðaður

Útför rússneska andófsmannsins og rithöfundarins Alexanders Solzhenitsyn fór fram í morgun. Rithöfundurinn lést á Sunnudag, 89 ára gamall og verður hann jarðaður að eigin ósk í Donskoy klaustrinu í Moskvu.

Stálu milljónum kreditkortanúmera

Bandarísk yfirvöld hafa ákært ellefu manns í tengslum við þjófnað á yfir fjörutíu milljón kreditkortanúmerum í stærsta máli af því tagi í sögunni. Um var að ræða alþjóðlegt gengi tölvuglæpamanna sem brutust inn í tölvur bandarískra stórverslana og náðu þannig í upplýsingar um kortanúmer og lykilorð milljóna viðskiptavina. Fólkið seldi upplýsingarnar síðan áfram til annara glæpamanna.

Sleppa föngum í skiptum fyrir lík

Ísraelar slepptu í morgun fimm palestínskum föngum úr haldi. Þetta var gert eftir að samkomulag náðist við Hesbolla samtökin í Líbanon fyrr í vikunni en Ísraelar fá í staðinn lík tveggja ísraelskra hermanna sem féllu í átökunum á Landamærum Ísraels og Líbanon árið 2006.

Síðustu gestirnir farnir úr Eyjum

Síðustu þjóðhátíðargestirnir yfirgáfu Vestmannaeyjar með Herjólfi í gærkvöldi og þar með lauk þessari fjölmennustu þjóðhátíð til þessa. Talið er að hátt í þrettán þúsund manns hafi sótt hátíðina. Fjölmennt var í Herjólfi þessa síðustu ferð og bílaþilfarið var fullt.

Sjá næstu 50 fréttir