Innlent

Háskólakennari áfram í gæsluvarðhaldi

Háskólakennarinn leiddur burt eftir dómsuppsögu í síðustu viku.
Háskólakennarinn leiddur burt eftir dómsuppsögu í síðustu viku.

Hæstiréttur staðfesti dag að háskólakennarinn sem í síðustu viku var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot, skuli sæta áfram gæsluvarðhaldi, eða til 28. ágúst.

Sama dag og dómurinn var kveðinn upp fór ríkissaksóknari fram á það að maðurinn skyldi sæta gæsluvarðhaldi meðan á áfrýjunarfresti í máli hans stendur, en þó ekki lengur en til 28. ágúst. Á það féllst héraðsdómur og sömuleiðis Hæstiréttur í dag. Maðurinn hefur setið í varðhaldi frá því í byrjun apríl eftir að upp komst um mál hans.

Eins og fram kom í fréttum í síðustu viku var maðurinn dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn sjö stúlkum, dætrum sínum og vinkonum þeirra. Auk þess var hann dæmdur til að greiða þeim miskabætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×