Innlent

Hugarafl boðar til þögulla mótmæla við kínverska sendiráðið

Kínverska sendiráðið.
Kínverska sendiráðið.

Hugarafl hyggst efna til þögulla mótmæla við kínverska sendiráðið að Víðimel 29 á föstudaginn milli eitt og hálftvö.

Ástæðan er afstaða kínverskra yfirvalda til geðfatlaðra og það að þeir mega ekki sækja Ólympíuleikana. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar kemur einnig fram að Hugarafl telji stjórnvöld í Kína vera að brjóta á mannréttindum sem þeir voru búnir að lofa að virða, fengju þeir að halda Ólympíuleikana.

Hugarafl var stofnað í júní 2003 af notendum í bata, sem átt hafa við geðræna erfiðleika að stríða og iðjuþjálfum með víðtæka reynslu af geðheilbrigðismálum.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×