Innlent

Eiginkona Paul Ramses fagnar lögsókn

SB skrifar

"I´m so happy!" sagði eiginkona Paul Ramses vegna frétta af lögsókn Katrínar Theódórsdóttur lögfræðings vegna brottvísunar Paul eiginmanns hennar frá Íslandi. Hún segir þau hjónin ennþá geta hlegið.

Ekki næst í Paul Ramses sem var fluttur til Ítalíu í óþökk meirihluta íslensku þjóðarinnar. Meðan hann bíður lausnar sinnar málar berjast Íslendingar á mörgum vígstöðvum fyrir því að ákvörðun Útlendingastofnunar verði dregin til baka.

Nú í kvöld lýsti Katrín Theodórsdóttir, lögfræðingur Paul Ramses, því yfir að hún hyggðist kæra ríkið. Hún krefst þess að málið verði ómerkt og tekið upp að nýju.

,,Ég er svo glöð að heyra þetta," sagði Rosemary Atieno í samtali við Vísi. ,,Ég vona að allt blessið. Það er gott að vita að allir eru að berjast fyrir okkur í þessu máli."

Rosemary sagðist hafa heyrt í Paul Ramses í dag. Hann ætti í vandræðum á Ítalíu því mikilvægir pappírar sem hann vantaði væru á Íslandi. Spurð hvernig sambandið væri þeirra á milli; hvort þau gætu enn hlegið eða brosað þegar þau ræddu sín á milli á þessum erfiðum tímum sagði Rosemary:

,,Þegar ég segi honum hvernig íslenska þjóðin stendur á bak við okkur þá verður hann mjög glaður, við hlæjum og grátum í sama símtalinu því meðan fólk berst hér heima er enn þá von."














Fleiri fréttir

Sjá meira


×