Innlent

Dæmdur fyrir fíkniefna- og lyfjaakstur

Héraðsdómur Suðurlands hefur sektað karlmann um 250 þúsund krónur og svipt hann ökuleyfi í eitt og hálft ár fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur.

Maðurinn var tekinn í tvígang, annars vegar undir áhrifum áfengis í Reykjavík í fyrra og hins vegar undir áhrifum THC-sýru fyrr á þessu ári. Maðurinn játaði á sig ölvunaraksturinn en neitaði að hafa verið undir áhrifum fíkniefna og ófær um að stjórna ökutæki í síðara tilvikinu. Dómurinn komst hins vegar að því út frá matsgerð að maðurinn hefði verið ófær um að stjórna bílnum og var hann því einnig sakfelldur fyrir síðara brotið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×