Farið yfir mál Ramses ef kæra berst 8. júlí 2008 11:20 MYND/Anton Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að farið verði yfir máls Pauls Ramses Keníamanns ef kæra berist ráðuneytinu. Í sama streng tekur Geir H. Haarde forsætisráðherra sem segir málið í ferli og menn muni sjá hvort málið verði kært til dómsmálaráðuneytisins. Bæði Björn og Geir voru spurðir út í mál flóttamannsins eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Björn Bjarnason sagðist ekki hafa vitað um mál Ramses áður en ákvörðun var tekin um að vísa honum til Ítalíu. Hann hefði ekki komið að ákvörðuninni. Aðspurður hvort hann hefði gert eitthvað hefði hann vitað af málinu sagði Björn að það þýddi ekki að ræða mál í viðtengingarhætti. Spurður um þá áskorun Ágústs Ólafs Ágústssonar, varaformanns Samfylkingarinnar, að dómsmálaráðherra endurskoði ákvörðun Útlendingastofnunar í málinu sagði Björn málið ekki komið til dómsmálaráðuneytisins en farið yrði vel yfir það ef það kæmi þangað. Fram kom á Vísi í gær að lögmaður Ramses, Katrín Theódórsdóttir, hyggist kæra þá ákvörðun stjórnvalda að vísa Ramses úr landi á þeim forsendum að lög hafi verið brotin. Björn var spurður að því hvort hann teldi eðlilegt að einn maður sinnti þessum málaflokki hjá Útlendingastofnun og hvort ekki þyrfti að fjölga starfsmönnum þar og samsinnti hann því. Það væri eðlilegt í ljósi fjölgunar útlendinga í landinu. Þá benti Björn á að unnið væri að hertari reglum um útlendinga innan Evrópusambandsins. MYND/GVA Geir H. Haarde forsætisráðherra var spurður út í gagnrýni Samfylkingarmanna í málinu. Hann sagðist ekki líta svo á að gagnrýnin kæmi frá Samfylkingunni sem flokki heldur frá einstökum þingmönnum. Geir sagði málið í ferli og menn yrðu að sjá hvort það yrði kært. Spurður hvort það hefði verið rétt ákvörðun að vísa Ramses úr landi sagði Geir að það væri ekki hans að svara þeirri spurningu. Ef lögfræðingur Ramses kærði málið til dómsmálaráðuneytisins fengi það rétta og eðlilega málsmeðferð sem væri svo kæranleg til dómstóla. Þá taldi Geir að Útlendingastofnun hefði farið að lögum og reglum í málinu. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að farið verði yfir máls Pauls Ramses Keníamanns ef kæra berist ráðuneytinu. Í sama streng tekur Geir H. Haarde forsætisráðherra sem segir málið í ferli og menn muni sjá hvort málið verði kært til dómsmálaráðuneytisins. Bæði Björn og Geir voru spurðir út í mál flóttamannsins eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Björn Bjarnason sagðist ekki hafa vitað um mál Ramses áður en ákvörðun var tekin um að vísa honum til Ítalíu. Hann hefði ekki komið að ákvörðuninni. Aðspurður hvort hann hefði gert eitthvað hefði hann vitað af málinu sagði Björn að það þýddi ekki að ræða mál í viðtengingarhætti. Spurður um þá áskorun Ágústs Ólafs Ágústssonar, varaformanns Samfylkingarinnar, að dómsmálaráðherra endurskoði ákvörðun Útlendingastofnunar í málinu sagði Björn málið ekki komið til dómsmálaráðuneytisins en farið yrði vel yfir það ef það kæmi þangað. Fram kom á Vísi í gær að lögmaður Ramses, Katrín Theódórsdóttir, hyggist kæra þá ákvörðun stjórnvalda að vísa Ramses úr landi á þeim forsendum að lög hafi verið brotin. Björn var spurður að því hvort hann teldi eðlilegt að einn maður sinnti þessum málaflokki hjá Útlendingastofnun og hvort ekki þyrfti að fjölga starfsmönnum þar og samsinnti hann því. Það væri eðlilegt í ljósi fjölgunar útlendinga í landinu. Þá benti Björn á að unnið væri að hertari reglum um útlendinga innan Evrópusambandsins. MYND/GVA Geir H. Haarde forsætisráðherra var spurður út í gagnrýni Samfylkingarmanna í málinu. Hann sagðist ekki líta svo á að gagnrýnin kæmi frá Samfylkingunni sem flokki heldur frá einstökum þingmönnum. Geir sagði málið í ferli og menn yrðu að sjá hvort það yrði kært. Spurður hvort það hefði verið rétt ákvörðun að vísa Ramses úr landi sagði Geir að það væri ekki hans að svara þeirri spurningu. Ef lögfræðingur Ramses kærði málið til dómsmálaráðuneytisins fengi það rétta og eðlilega málsmeðferð sem væri svo kæranleg til dómstóla. Þá taldi Geir að Útlendingastofnun hefði farið að lögum og reglum í málinu.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira