Lögreglustjóri fær ekki afhentan hund til aflífunar 7. júlí 2008 16:40 Héraðsdómur Suðurlands hefur hafnað kröfu lögreglustjórans á Selfoss um að maður afhendi hund sinn til aflífunar eftir að tilkynnt var um að hann hefði bitið barn. Var það gert þar sem kröfunni var beint að röngum aðila. Þetta var í annað sinn sem dómurinn fjallaði um málið en Hæstiréttur hafði vísað málinu aftur í hérað eftir að Héraðsdómur Suðurlands hafði komist að því að manninum bæri að afhenda hundinn. Hæstiréttur komst að því að manninum hefði ekki verið gefinn kostur á að gæta hagsmuna sinna í málinu og það færi gegn stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu. Því bæri að taka málið aftur fyrir í héraði. Lögregla hafði krafist þess að fá hundinn afhentan þar sem eigandinn hafði ekki lógað honum eins og lögregla hafði lagt fyrir hann vegna tilkynningar um að hundurinn hefði bitið barn. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Suðurlands að rekja megi atvikið til þess að börn hafi verið að leika við hundinn. Þau hefðu dregið ermar fram yfir fingur sér og látið hundinn tosast á við sig. Á einhverjum tíma hefði hundurinn rifið í eina ermina og eitt barnið rispast á fingri. Fram kom í mati hundatferlisráðgjafa að hundurinn væri hvorki árásargjarn né hættulegur. Dómurinn sagði enn fremur að rannsóknarskyldu í málinu hefði ekki verið sinnt og benti á að heilbrigðisnefnd Árborgar hefði ekki komið að málinu eins og samþykkt Áborgar um hundahald kvæði á um slíkt. Þá lægi fyrir að hundurinn hefði verið fluttur til Reykjavíkur og hefði lögreglustjórinn á Selfossi ekki stjórnsýsluvald í því umdæmi. Dómurinn benti enn fremur á að eftir að Hæstiréttur komst að því að héraðsdómur ætti að fjalla aftur um málið hefði komið fram að maðurinn ætti ekki hundinn heldur sambýliskona hans. Þrátt fyrir þetta hefði ákæruvaldið ekki lagt fram nýja kröfu og beint henni að réttum aðila. Því væri kröfunni um afhendingu hundsins hafnað. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur hafnað kröfu lögreglustjórans á Selfoss um að maður afhendi hund sinn til aflífunar eftir að tilkynnt var um að hann hefði bitið barn. Var það gert þar sem kröfunni var beint að röngum aðila. Þetta var í annað sinn sem dómurinn fjallaði um málið en Hæstiréttur hafði vísað málinu aftur í hérað eftir að Héraðsdómur Suðurlands hafði komist að því að manninum bæri að afhenda hundinn. Hæstiréttur komst að því að manninum hefði ekki verið gefinn kostur á að gæta hagsmuna sinna í málinu og það færi gegn stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu. Því bæri að taka málið aftur fyrir í héraði. Lögregla hafði krafist þess að fá hundinn afhentan þar sem eigandinn hafði ekki lógað honum eins og lögregla hafði lagt fyrir hann vegna tilkynningar um að hundurinn hefði bitið barn. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Suðurlands að rekja megi atvikið til þess að börn hafi verið að leika við hundinn. Þau hefðu dregið ermar fram yfir fingur sér og látið hundinn tosast á við sig. Á einhverjum tíma hefði hundurinn rifið í eina ermina og eitt barnið rispast á fingri. Fram kom í mati hundatferlisráðgjafa að hundurinn væri hvorki árásargjarn né hættulegur. Dómurinn sagði enn fremur að rannsóknarskyldu í málinu hefði ekki verið sinnt og benti á að heilbrigðisnefnd Árborgar hefði ekki komið að málinu eins og samþykkt Áborgar um hundahald kvæði á um slíkt. Þá lægi fyrir að hundurinn hefði verið fluttur til Reykjavíkur og hefði lögreglustjórinn á Selfossi ekki stjórnsýsluvald í því umdæmi. Dómurinn benti enn fremur á að eftir að Hæstiréttur komst að því að héraðsdómur ætti að fjalla aftur um málið hefði komið fram að maðurinn ætti ekki hundinn heldur sambýliskona hans. Þrátt fyrir þetta hefði ákæruvaldið ekki lagt fram nýja kröfu og beint henni að réttum aðila. Því væri kröfunni um afhendingu hundsins hafnað.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira