Innlent

Surtsey á heimsminjaskrá UNESCO

Surtsey hefur verið sett á heimsminjaskrá UNESCO. Þetta var ákveðið í gærkvöldi. Á heimsíðu UNESCO segir m.a. að Surtsey, sem verið hefur verndað friðland frá upphafi, sé einstök rannsóknarstöð þar sem vísindamenn hafi getað fylgst náið með þróun lífs frá því að gosinu lauk.

Rannsóknir á lífinu í Surtsey hafa staðið yfir allt frá árinu 1964. Fylgst hefur verið með tilkomu gróðurs, fjöru- og fuglalífs í eyjunni frá þeim tíma. Alls hafa greinst 89 tegundir af fuglum í Surtsey en þar af eiga 57 tegundir sér fasta búsetu á Íslandi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×