Innlent

Sigurður Gísli fundinn

Búið er að finna Sigurð Gísla Bjarnason, manninn sem leitað var að í dag á höfðuborgarsvæðinu. Að sögn Jóns Inga Sigvaldasonar hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörgu fannst Sigurður Gísli við Hlemm sem er nálægt fyrri vinnustað hans.

Leitað hafði verið að honum í nágrenni heimilis hans í Kópavogi og höfðu 50-60 björgunarsveitarmenn komið að leitinni. Óttast var um Sigurð Gísla þar sem hann er alzheimer-sjúklingur og illa áttaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×