Innlent

Háskólakennarinn áfram í haldi

Hæstiréttur Íslands úrskurðaði í dag að háskólakennarinn, sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega gegn níu börnum, skuli áfram sæta gæsluvarðhaldi.

Hæstiréttur snýr þar með við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem í síðustu viku féllst ekki á kröfu Ríkissaksóknara um að kennarinn yrði áfram í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna.

Hefði vilji héraðsdóms náð fram að ganga þá hefði kennarinn, sem af sálfræðingi er talinn hættulegur börnum, verið látinn laus klukkan 16 í dag.

 











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×