Innlent

Tímamótadómur að sögn sýslumanns

Ólafur Helgi
Ólafur Helgi

Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir að tímamótadómur hafi fallið í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Dómurinn úrskurðaði að ökutæki manns sem dæmdur var fyrir ofsaakstur á Hellisheiði skyldi gert upptækt til ríkissjóðs.

Þetta er í fyrsta skipti sem reynir á lög sem tóku gildi í apríl. Þau gera upptöku ökutækja heimilia ef um stórfelldan eða ítrekaðan háska- og eða ölvunarakstur er að ræða.

Mennirnir sem hlut eiga að máli, munu báðir hafa gerst brotlegir við umferðarlög áður vegna hraðaksturs og hefur annar þeirra hlotið dóm vegna þess.

Ólafur Helgi, sem flutti málið sjálfur, segir hugsanlegt að málið fari fyrir hæstarétt. Héraðsdómur hafi hins vegar fallist á þetta nýja lagaákvæði ætti við um þann ofsaakstur sem átti sér stað á Hellisheiði í júní í fyrra og að það væri ánægjulegt. "Þetta er tímamótadómur," sagði Ólafur.






Tengdar fréttir

Bifhjól ökumanns gert upptækt eftir ofsaakstur

Tveir bifhjólaökumenn voru dæmdir í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Ökumennirnir voru mældir á 180 km hraða og í kjölfarið reyndu mennirnir að stinga lögregluna af. Þeir fóru í gegnum tvo vegartálma sem settir voru upp en ökuferðin endaði með aftan á keyrslu annars hjólsins og ók hinn ökumaðurinn yfir félaga sinn í kjölfarið. Ökutæki annars mannsins var gert upptækt og mun það vera í fyrsta skipti sem svo er gert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×