Innlent

Lögfræðingur Paul Ramses: Kærir ríkið

SB skrifar
Katrín Theodórsdóttir, lögfræðingur Paul Ramses.
Katrín Theodórsdóttir, lögfræðingur Paul Ramses.
Katrín Theodórsdóttir, lögfræðingur Paul Ramses, hyggst skila inn kæru til dómsmálaráðuneytisins í fyrramálið vegna meðferðarinnar á Paul Ramses.

"Já, þetta verður kært. Ég mun skila inn kærunni til dómsmálaráðuneytisins í fyrramálið. Þá er málið komið til háttvirts Björns Bjarnasonar og fær meðferð þar."

Katrín segist kæra ákvörðun dómsmálaráðherra að vísa Paul Ramses úr landi á þeim forsendum að þar hafi verið brotin lög.

"...bæði íslensk lög og mannúðarlög. Þetta brýtur í bága við stjórnsýslulög, barnalög, lög um mannréttindarsáttmála og ýmislegt annað," segir Katrín.

Mál Paul Ramses heldur áfram að vekja upp umtal og reiði. Fyrr í dag hvatti Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, Björn Bjarnason til að endurskoða ákvörðun sína í Ramses málinu. Ágúst er einnig varaformaður Allsherjarnefndar sem fundar um málið á morgun.




Tengdar fréttir

Björn endurskoði ákvörðun Útlendingastofnunar

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar og varaformaður allsherjarnefndar Alþingis, hvetur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra til þess að endurskoða ákvörðun Útlendingastofnunnar í máli Keníamannsins Paul Ramses. Fundur hefur verið boðaður í nefndinni á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×