Fleiri fréttir

Björk: Ekki bara hippar móti álverum

Björk Guðmundsdóttir segir andstæðinga álvera vera meirihluta þjóðarinnar en ekki bara nokkra hippa. Hún segir gagnrýni Ernu Indriðadóttur, upplýsingafulltrúa Alcoa, sem sagði Björk einungis hafa lesið Draumalandið, ósanngjarna.

Læknar boða verkfallsaðgerðir í haust

Félagsfundur Læknafélags Íslands samþykkti í gærkvöld að hafna tilboði samninganefndar ríkisins um rúmlega 20 þúsund króna launahækkun með nýjum samningi og var samninganefnd félagsins falið að undirbúa verkallsaðgerðir í haust ef ekki verður breyting á viðhorfi ríkisins.

Hættir rannsókn á máli Madeleine

Portúgalska lögreglan hefur látið af rannsókn á hvarfi litlu stúlkunnar Madeleine McCann, ef marka má fréttir fjölmiðla þar í landi. Madeleine hvarf af hótelherbergi þegar hún var á ferðalagi með foreldrum sínum í Portúgal í maí á síðasta ári.

Íslenskir hjálparstarfsmenn komnir heim frá Líberíu

Starfsfólk íslensku mannúðarsamtakanna IceAid, ásamt sjálfboðaliðum, er komið heim frá Líberíu þar sem samtökin reistu byggingu sem mun hýsa sjúkrastofu munaðarleysingjahælis í höfuðborginni Monrovíu.

Abu Ghraib fangar stefna málaliðum

Fjórir menn sem haldið var föngum í Abu Ghraib fangelsinu í Írak stefndu í gær tveimur einkareknum öryggisfyrirtækjum sem starfa í Írak. Málaliðar á vegum fyrirtækjanna CACI og L-3 eru sakaðir um pyntingar og stríðsglæpi.

Höfuðpaur USS Cole árásarinnar ákærður

Saksóknarar bandaríska hersins hafa lagt fram ákærur gegn meintum höfuðpaur í árásum á herskipið USS Cole árið 2000. Sautján skipverjar fórust í árásinni.

HÍ og Kennaraháskólinn sameinast í dag

Háskóli Íslands og Kennaraháskólinn sameinasta í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir, í grein sem hún ritar í Morgunblaðið af þessu tilefni, að með sameiningunni gefist einstakt

Zapatero ætlar ekki að taka upp viðræður við ETA

Jose Zapatero, forsætisráðherra Spánar, segir að ríkisstjórn hans sé ekki lengur reiðubúin til þess að ræða við ETA, aðskilnaðarsamtök Baska. Þetta kom fram í ítarlegu viðtali við Zapatero sem birt var í dagblaðinu El Pais um helgina.

Nýnasistar ákærðir fyrir 20 morð

Rússneskir saksóknarar eru tilbúnir með ákærur á hendur níu mönnum sem tilheyra gengi nýnasista og eru grunaðir um að hafa myrt 20 innflytjendur í Rússlandi. Auk þess er mennirnir grunaðir um 12 manndrápstilraunir.

Álið skilar meira en fiskurinn

Miklar breytingar hafa orðið á hlutfalli áls í þjóðarbúskapnum. Undanfarna tvo mánuði hefur útflutningur á áli skilað meiri tekjum en fiskafurðir. Í maí var flutt út ál fyrir 17,7 milljarða króna samkvæmt upplýsingum í morgunkroni Glitnis.

Bílvelta í Dýrafirði

Betur fór en á horfðist í morgun þegar bíll valt útaf veginum í Dýrafirði í morgun. Einn var í bílnum og hlaut ekki alverlega áverka miðað við hve harkaleg bílveltan var. Bílinn sjálfur er gjörónýtur. Lögreglan rannsakar tildrög slyssins.

Ekki tilbúinn að gefa Hvergerðingum meira land

Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, segist ekki tilbúinn að gefa eftir meira landsvæði til Hvergerðinga. Sveitarfélögin greinir á um yfirráð yfir landspildum á mörkum sveitarfélagannna. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær hefur landspilda á mörkum sveitarfélaganna valdið nokkrum óþægindum.

10 % lifa ekki af biðina

Líkur eru á að tuttugu og fjórir Íslendingar sem bíða eftir að komast í hjartaaðgerð á Landspítalanum deyi áður en þeir komast í aðgerð. Um tvö hundrað og fjörutíu manns eru nú á biðlista.

Lafleur gafst upp

Benedikt Lafleur sundkappi gafst upp á leið sinni yfir Ermarsundið fyrir klukkustund vegna veðurs. Mikið hvassviðri var á leiðinni og var líkamshiti hans kominn niður í þrjátíu og fimm gráður.

Hóta aðgerðum

Bandarísk stjórnvöld ætla á næstunni að vinna að því á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að stjórnvöld í Simbabve verði beitt hörðum efnahagsþvingunum.

Akureyri: Las Vegas norðursins

Á Akureyri er starfræktur opinber pókerklúbbur þar sem menn hittast reglulega og spila. Verðlaunafé er í boði fyrir sigurvegara og borga menn ákveðið þátttökugjald. Mótin hafa verið haldin á hverjum einasta fimmtudegi síðan í september á síðasta ári og eru vel auglýst. Hvorki lögregla né sýslumaður hafa haft afskipti af klúbbnum. Í Reykjavík var mót með svipuðu fyrirkomulagi hinsvegar stöðvað og forsvarsmaður þess hefur verið yfirheyrður af lögreglu. Verið er að skoða lög um fjárhættuspil.

Erlendir starfsmenn streyma frá landinu

Umsóknum um hvers kyns E-vottorð fyrir fólk sem starfað hefur hér á landi en hyggst leita vinnu annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu hefur fjölgað umtalsvert á milli ára samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar.

Hafa fengið mikinn makríl á síldveiðum

Tvö skip á síldveiðum á vegum HB Granda fyrir austan land hafa fengið mikinn makríl á veiðunum eftir því sem segir á heimasíðu sjávarútvegsfyrirtækisins.

Hluti Miklubrautar lokaður vegna malbikunar

Miklabraut, milli Rauðarárstígs og Lönguhlíðar, verður lokuð til austurs frá kl. 20 í kvöld fram yfir miðnætti vegna malbikunar. Hjáleiðir eru um Bústaðaveg og Flókagötu. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og tillitssemi eftir því sem segir í tilkynningu frá borginni.

Hvolpum bjargað úr hundaprísund

Meira en hundrað hvolpum var bjargað úr hundaræktunarbúi í Flórída í morgun. Hundarnir voru í slæmu ásigkomulagi eftir að hafa verið lokaðir margir saman, í litlum búrum, alla ævi.

Lafleur hálfnaður eftir tæpa tíu tíma á sundi

„Við erum komnir yfir miðlínu milli Englands og Frakklands núna. Veðrið er ekki eins gott og menn bjuggust við en skipstjórinn er að nýta sér föll og strauma sem fleyta okkur hraðar áfram,“ segir Guðni Haraldsson björgunarsveitarmaður sem staddur er á bát úti á miðju Ermasundi. Þar syndir Benedikt S. Lafleur svokallað ermasund en hann hefur verið í tæpa tíu tíma á sundi nú.

Sarkozy heitir aðgerðum vegna skotóhappanna

Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy hefur heitið aðgerða vegna óhappsins við hersýningu í Frakklandi í gær þegar alvöru byssukúlur voru notaðar í stað gervikúlna sem olli því að 17 manns særðust.

Kenýa hvetur Afríkubandalagið til að reka Mugabe

Raila Odinga, forsætisráðherra Kenýa, hefur hvatt Afríkubandalagið til þess að víkja Robert Mugabe, forseta Simbabve, úr bandalaginu þangað til hann leyfir frjálsar og sanngjarnar kosningar þar í landi. Að Odinga áliti ætti bandalagið einnig að senda friðargæslusveitir til landsins til þess að stuðla að frjálsum kosningum.

,,Rekstur Droplaugarstaða er góður"

Forstöðumaður hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða segir að margoft hafi verið farið í gegnum rektstur heimilisins og komið hafi í ljós það sé vel rekið. ,,Rekstur Droplaugarstaða er góður," segir Ingibjörg.

Þriggja bíla árekstur á Gullinbrú

Þriggja bíla árekstur varð á Gullinbrú laust fyrir klukkan þrjú í dag. Einhverjir munu hafa verið fluttir á slysadeild en þegar fréttastofa hafði samband við slökkvilið og lögreglu skömmu fyrir fréttir lá ekki fyrir hversu margir það væru eða hvers eðlis meiðslin væru. Dælubíll frá slökkviliðinu var sendur á vettvang til þess að hreinsa upp olíu.

Fólk slegið yfir uppsögnum

"Þetta kom fólki í opna skjöldu," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, trúnaðarmaður starfsmanna Fréttastofu Útvarps. Á fundi með starfsmönnum klukkan tvö var tilkynnt að stöðugildum á Ríkisútvarpinu verði fækkað um 20 vegna halla á rekstri félagsins. Af þessum tuttugu stöðugildum heyra sex undir Fréttastofu Útvarps.

Stöðugildum fækkað um 20 hjá RÚV

Ríkisútvarpið hefur ákveðið að fækka stöðugildum um 20 til þess að spara í rekstri félagsins. Þetta staðfesti Páll Magnússon útvarpsstjóri í samtali við Vísi.

Spánarfari styður frásögnina um ofbeldisfulla Íslendinginn

Kolbrún Jónsdóttir, sem leigði hús hjá Halldóri Haraldssyni á Spáni í fyrra, segir í samtali við Vísi að reynsla hennar af Halldóri sé algjörlega í takt við þá lýsingu sem Mark Mayland hafi gefið af honum. Mark sagði í samtali við Vísi í morgun að Halldór hefði í sífelldum hótunum við sig og fjölskyldu sína.

Sjálfstæðisflokkur predikar aðhald en betlar hærri styrki

Á sama tíma og Geir H. Haarde forsætisráðherra hvetur fólk til þess að halda að sér höndum í fjármálunum biðlar flokkur hans til félagsmanna um að styrkja flokkinn enn meira. Undanfarið hafa velunnarar flokksins fengið símtöl frá flokknum þar sem þeir eru hvattir til þess að hækka mánaðarlega styrki sína til flokksins.

Indland kemur á fót áætlun til hindrunar loftslagsbreytingum

Indversk stjórnvöld hafa komið á stað áætlun sem varðar allt landið sem hefur það markmið að spyrna við hlýnun jarðar og afleiðingum hennar. Áætlunin byggir á meiri áherslu á sjálfbærum orkugjöfum og þá sérstaklega á sólarorku.

Sektuð fyrir mótmæli við Hellisheiðarvirkjun

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag níu manns sem tengjast Saving Iceland til greiðslu sektar fyrir að hafa lokað veginum að Hellisheiðarvirkjun í fyrrasumar og fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu um að opna veginn aftur.

Landsmót hestamanna sett á Gaddstaðaflötum

Landsmót hestamanna sem fram fer að Gaddstaðaflötum á Hellu að þessu sinni hófst í blíðskaparveðri í morgun. Um tvö þúsund manns eru mættir á svæðið.

Alvarlegum bifhjólaslysum fjölgar

Árið 2007 fórust þrír bifhjólamenn í umferðarslysum. 21 slasaðist alvarlega í fyrra samanborið við 6 árið 2003. Frá árinu 1998 hafa 10 bifhjólamenn farist í umferðarslysum.

Annar ökumanna kominn á almenna deild

Karlmanni um þrítugt sem velti pallbíl á Siglufjarðarvegi í fyrrakvöld er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Maðurinn, sem er grunaður um ölvunarakstur, var fyrst fluttur til Akureyrar en þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur.

Rannsókn á láti Pólverja enn í gangi

Lögreglan rannsakar enn hvort Pólverja, sem lést fyrr í júní vegna höfuðáverka sem hann hlaut þegar hann féll í götuna af húsi á Frakkastíg, hafi verið hrint fram af húsinu.

Sjá næstu 50 fréttir