Innlent

Annar ökumanna kominn á almenna deild

MYND/GVA

Karlmanni um þrítugt sem velti pallbíl á Siglufjarðarvegi í fyrrakvöld er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Maðurinn, sem er grunaður um ölvunarakstur, var fyrst fluttur til Akureyrar en þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur.

Tuttugu og sex ára gamall karlmaður, sem var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild í gærdag eftir bílveltu á Þingvallavegi, hefur verið fluttur af slysadeild á almenna deild. Hann er einnig grunaður um ölvun við akstur.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×