Innlent

Þriggja bíla árekstur á Gullinbrú

Dælubíll var sendur á vettvang til þess að hreinsa upp olíu.
Dælubíll var sendur á vettvang til þess að hreinsa upp olíu. MYND/Jón Hákon
Þriggja bíla árekstur varð á Gullinbrú laust fyrir klukkan þrjú í dag. Einhverjir munu hafa verið fluttir á slysadeild en þegar fréttastofa hafði samband við slökkvilið og lögreglu skömmu fyrir fréttir lá ekki fyrir hversu margir það væru eða hvers eðlis meiðslin væru. Dælubíll frá slökkviliðinu var sendur á vettvang til þess að hreinsa upp olíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×