Erlent

Sarkozy heitir aðgerðum vegna skotóhappanna

Sarkozy Frakklandsforseti.
Sarkozy Frakklandsforseti.

Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy hefur heitið aðgerða vegna óhappsins við hersýningu í Frakklandi í gær þegar alvöru byssukúlur voru notaðar í stað gervikúlna sem olli því að 17 manns særðust.

Fimm börn voru á meðal þeirra sem særðust, þar á meðal þriggja ára drengur sem fékk skot í hjartað. Sarkozy taldi að ekki hefði verið um viljandi verk að ræða en að það bæri hins vegar vott um óviðunandi vanrækslu. Hann sagði að þeim yrði refsað sem voru ábyrgir fyrir slysinu. Hermanninum sem olli slysinu sem og allir yfirmenn sem komu að hersýningunni þyrftu að svara fyrir hvað olli slysinu.

Hermaðurinn sem skaut hinum ekta byssukúlum hefur verið í franksahernum í sjö til átta ár, hefur tekið þátt í fjölda aðgerða á vegum hersins og hefur hreina sakaskrá. Mjög líklegt er að um óhapp hafi verið að ræða en þó er ekki enn búið að útiloka að atvikið hafi verið viljandi.




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×