Innlent

Sjálfstæðisflokkur predikar aðhald en betlar hærri styrki

Breki Logason skrifar
Andri Óttarsson framkvæmdarstjóri Sjálfstæðisflokksins.
Andri Óttarsson framkvæmdarstjóri Sjálfstæðisflokksins.

Á sama tíma og Geir H. Haarde forsætisráðherra hvetur fólk til þess að halda að sér höndum í fjármálunum biðlar flokkur hans til félagsmanna um að styrkja flokkinn enn meira. Undanfarið hafa velunnarar flokksins fengið símtöl frá flokknum þar sem þeir eru hvattir til þess að hækka mánaðarlega styrki sína til flokksins.

„Þetta eru í flestum tilvikum afskaplega litlar fjárhæðir og við treystum því að fólk sé ekki að eyða um efni fram," segir Andri Óttarsson framkvæmdarstjóri flokksins aðspurður um málið.

Andri bendir á að með nýju lögunum um fjármál stjórnmálaflokkanna hafi stakkur Sjálfstæðisflokksins þrengst. „Því höfum við þurft að reiða okkur enn meira á flokksmenn nú en áður."

Andri segir að þetta kerfi hafi verið á síðan 1991 en menn séu alltaf að leita nýrra leiða til þess að styrkja og bæta flokkinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×