Innlent

Rannsókn á láti Pólverja enn í gangi

Lögreglan rannsakar enn hvort Pólverja, sem lést fyrr í júní vegna höfuðáverka sem hann hlaut þegar hann féll í götuna af húsi á Frakkastíg, hafi verið hrint fram af húsinu.

Að sögn Sigurbjörns Víðis Eggertssonar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa engar nýjar vísbendingar komið fram í málinu. Þrír Pólverjar hafa verið úrskurðaðir í farbann fram í byrjun ágúst vegna rannsóknar málsins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×