Innlent

Fólk slegið yfir uppsögnum

SB skrifar
Uppsagnirnar koma starfsmönnum Rúv í opna skjöldu.
Uppsagnirnar koma starfsmönnum Rúv í opna skjöldu.
"Þetta kom fólki í opna skjöldu," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, trúnaðarmaður starfsmanna Fréttastofu Útvarps. Á fundi með starfsmönnum klukkan tvö var tilkynnt að stöðugildum á Ríkisútvarpinu verði fækkað um 20 vegna halla á rekstri félagsins. Af þessum tuttugu stöðugildum heyra sex undir Fréttastofu Útvarps.

Páll Magnússon tilkynnti starfsmönnum þetta á fundi klukkan tvö. "Fólk er bara slegið og brugið," segir Heiðar Örn. Hann segir ekki hafa verið boðaðan auka starfsmannafund. "Það er stutt síðan þetta gerðist og við höfum ekki haft tækifæri til að ræða þetta í þaula."

Heiðar segir uppsagnirnar hafa komið fólki á óvart. "Ég held að flestir hafi talið stöðuna betri." Spurður hve mörgum verði sagt upp á fréttastofu útvarps segir Heiðar að undir fréttastofuna heyra þættir ens og Spegillinn og Morgunvaktin, allar svæðisstöðvarnar, netið og Textavarpið.

"Líklega er þetta einar fimm eða sex stöður sem tengist fréttastofu Rúv," segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×