Akureyri: Las Vegas norðursins Breki Logason skrifar 30. júní 2008 15:45 Póker nýtur sífellt meiri vinsælda hér á landi. Á Akureyri er starfræktur opinber pókerklúbbur þar sem menn hittast reglulega og spila. Verðlaunafé er í boði fyrir sigurvegara og borga menn ákveðið þátttökugjald. Mótin hafa verið haldin á hverjum einasta fimmtudegi síðan í september á síðasta ári og eru vel auglýst. Hvorki lögregla né sýslumaður hafa haft afskipti af klúbbnum. Í Reykjavík var mót með svipuðu fyrirkomulagi hinsvegar stöðvað og forsvarsmaður þess hefur verið yfirheyrður af lögreglu. Verið er að skoða lög um fjárhættuspil. Í nýjasta tölublaði Monitor er úttekt á pókerheiminum á Íslandi þar sem m.a er rætt við Atla Má Egilsson forsvarsmann pókerklúbbsins Syndicate á Akureyri. „Strax í upphafi var ákveðið að þetta skyldi vera algjörlega opinbert og að ekki væri verið að fela neitt. Ein af kröfunum fyrir inngöngu í klúbbinn var sú að meðlimir hans skildu vera opinberir," segir Atli Már í samtali við Vísi. Klúbburinn er með heimasíðu þar sem sjá má lista yfir alla meðlimi og eru mótin vel auglýst. Þar má einnig sjá hvernig vinningsfénu er skipt í hvert skipti og hvert þátttökugjaldið er. Atli segir að áður en klúbburinn hafi verið stofnaður hafi hann haft samband við Sýslumanninn á Akureyri og útskýrt fyrirkomulagið. Hann spurði einnig hvort sækja þyrfti um sérstakt leyfi og fékk Sýslumaður tvær vikur til þess að kanna málið. „Hann komst hinsvegar að þeirri niðurstöðu að ekki þyrfti sérstakt leyfi því fyrirkomulagið væri ekki ósvipað bridgemótum. Ef þeir ætluðu að stoppa þetta mót þyrftu þeir að stoppa hvert einasta bridge- og bingómót sem haldið er á Akureyri," segir Atli. Því var aldrei sótt um leyfið og hefur hvorki lögregla né sýslumaður haft afskipti af klúbbnum. Sýslumaðurinn á Akureyri kannaðist hinsvegar ekkert við málið þegar Vísir hafði samband og sagði það ekki vera hlutverk Sýslumanns að veita slíkt leyfi. Rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri kannaðist heldur ekki við umræddan pókerklúbb þegar Vísir hafði samband við fulltrúa þar enda hefði engin kvörtun um borist embættinu. Atli telur þó líklegt að lögreglan viti af þessu enda séu mótin auglýst mjög vel og allt sé uppi á borðunum. Atli segir að m.a hafi komið til greina að stofna íþróttafélag í kringum starfsemina og sér hann lítinn mun á pókermótum Syndicate og venjulegu bridgemóti. Hópurinn spilar yfirleitt á efri hæðinni á Kaffi Akureyri og er það með fullu leyfi forsvarsmanna staðarins. Í höfuðstað norðurlands má einnig finna lítinn bar sem heitir, Allinn, en það er þekkt slangur í pókerheiminum þegar spilari leggur alla sína peninga undir á eitt spil. Hafa því margir haft á orði að Akureyri sé nokkurskonar Las Vegas norðursins. Fyrir um ári síðan hélt Sindri Lúðvíksson sem starfrækir vefverslunina Gismo opinbert pókermót sem var stöðvað af lögreglu. Hald var lagt á verðlaunaféð og spilavarning. Sindri hefur síðan þá reynt að fá svör frá lögreglu sem hefur verið að rannsaka málið. Fyrir skömmu var hann síðan boðaður í yfirheyrslu og fór yfir málið með Sveini Andra Sveinssyni lögmanni sínum. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn á máli Sindra sé lokið og það sé nú til meðferðar hjá lögfræðideild embættisins. „Þar verður tekin ákvörðun um hvort höfða eigi mál eða hvað verður gert," segir Friðrik Smári. „Mér skilst að menn séu eitthvað að skoða þessi lög og það er greinilegt að menn eru ekki að túlka þetta með sama hætti. Menn telja sig ekki vera að brjóta lög þó þeir spili einhverja ákveðna tegund af póker á meðan aðrir telja það brot á lögum. Það þarf allavega að skýra þetta eitthvað betur ef ekki á að breyta lögum." Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Á Akureyri er starfræktur opinber pókerklúbbur þar sem menn hittast reglulega og spila. Verðlaunafé er í boði fyrir sigurvegara og borga menn ákveðið þátttökugjald. Mótin hafa verið haldin á hverjum einasta fimmtudegi síðan í september á síðasta ári og eru vel auglýst. Hvorki lögregla né sýslumaður hafa haft afskipti af klúbbnum. Í Reykjavík var mót með svipuðu fyrirkomulagi hinsvegar stöðvað og forsvarsmaður þess hefur verið yfirheyrður af lögreglu. Verið er að skoða lög um fjárhættuspil. Í nýjasta tölublaði Monitor er úttekt á pókerheiminum á Íslandi þar sem m.a er rætt við Atla Má Egilsson forsvarsmann pókerklúbbsins Syndicate á Akureyri. „Strax í upphafi var ákveðið að þetta skyldi vera algjörlega opinbert og að ekki væri verið að fela neitt. Ein af kröfunum fyrir inngöngu í klúbbinn var sú að meðlimir hans skildu vera opinberir," segir Atli Már í samtali við Vísi. Klúbburinn er með heimasíðu þar sem sjá má lista yfir alla meðlimi og eru mótin vel auglýst. Þar má einnig sjá hvernig vinningsfénu er skipt í hvert skipti og hvert þátttökugjaldið er. Atli segir að áður en klúbburinn hafi verið stofnaður hafi hann haft samband við Sýslumanninn á Akureyri og útskýrt fyrirkomulagið. Hann spurði einnig hvort sækja þyrfti um sérstakt leyfi og fékk Sýslumaður tvær vikur til þess að kanna málið. „Hann komst hinsvegar að þeirri niðurstöðu að ekki þyrfti sérstakt leyfi því fyrirkomulagið væri ekki ósvipað bridgemótum. Ef þeir ætluðu að stoppa þetta mót þyrftu þeir að stoppa hvert einasta bridge- og bingómót sem haldið er á Akureyri," segir Atli. Því var aldrei sótt um leyfið og hefur hvorki lögregla né sýslumaður haft afskipti af klúbbnum. Sýslumaðurinn á Akureyri kannaðist hinsvegar ekkert við málið þegar Vísir hafði samband og sagði það ekki vera hlutverk Sýslumanns að veita slíkt leyfi. Rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri kannaðist heldur ekki við umræddan pókerklúbb þegar Vísir hafði samband við fulltrúa þar enda hefði engin kvörtun um borist embættinu. Atli telur þó líklegt að lögreglan viti af þessu enda séu mótin auglýst mjög vel og allt sé uppi á borðunum. Atli segir að m.a hafi komið til greina að stofna íþróttafélag í kringum starfsemina og sér hann lítinn mun á pókermótum Syndicate og venjulegu bridgemóti. Hópurinn spilar yfirleitt á efri hæðinni á Kaffi Akureyri og er það með fullu leyfi forsvarsmanna staðarins. Í höfuðstað norðurlands má einnig finna lítinn bar sem heitir, Allinn, en það er þekkt slangur í pókerheiminum þegar spilari leggur alla sína peninga undir á eitt spil. Hafa því margir haft á orði að Akureyri sé nokkurskonar Las Vegas norðursins. Fyrir um ári síðan hélt Sindri Lúðvíksson sem starfrækir vefverslunina Gismo opinbert pókermót sem var stöðvað af lögreglu. Hald var lagt á verðlaunaféð og spilavarning. Sindri hefur síðan þá reynt að fá svör frá lögreglu sem hefur verið að rannsaka málið. Fyrir skömmu var hann síðan boðaður í yfirheyrslu og fór yfir málið með Sveini Andra Sveinssyni lögmanni sínum. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn á máli Sindra sé lokið og það sé nú til meðferðar hjá lögfræðideild embættisins. „Þar verður tekin ákvörðun um hvort höfða eigi mál eða hvað verður gert," segir Friðrik Smári. „Mér skilst að menn séu eitthvað að skoða þessi lög og það er greinilegt að menn eru ekki að túlka þetta með sama hætti. Menn telja sig ekki vera að brjóta lög þó þeir spili einhverja ákveðna tegund af póker á meðan aðrir telja það brot á lögum. Það þarf allavega að skýra þetta eitthvað betur ef ekki á að breyta lögum."
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira