Innlent

Tvennt slapp ómeitt í nauðlendingu á Holtavörðuheiði

Frá Holtavörðuheiði.
Frá Holtavörðuheiði.

Tvennt slapp ómeitt þegar einkaflugvél nauðlenti á sunnanverðri Holtavörðuheiði um tvöleytið í dag.

Að sögn lögreglunnar á Blöndudósi tilkynnti flugmaður að hann hefði misst vélarafl og tókst honum að lenda vélinni á rampi fyrir vörubíla sem er efst í Norðurárdal. Vélin var á leið norður í land að sögn lögreglu.

Lögreglumenn frá Blönduósi voru í Hrútafirði þegar tilkynnt var um óhappið og voru þeir fyrstir á vettvang. Óhappið varð hins vegar í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi sem fer með rannsókn málsins ásamt rannsóknarnefnd flugslysa.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×