Innlent

Sjö ára barn lærbrotnaði í umferðarslysi

Mynd/Vísir

Sjö ára barn á hjóli lærbrotnaði þegar það varð fyrir bifreið við Illugagötu í Vestmannaeyjum á sunnudag.

Í dagbók lögreglunnar í Eyjum kemur fram að barnið hafi verið flutt á sjúkrahús eftir slysið. Þar kom í ljós að barnið var lærbrotið og var það þá flutt á sjúkrahús í Reykjavík.

Þá var brotist inn á Kaffi Maríu aðfaranótt mánudagsins og þaðan stolið þremur áfengisflöskum, einni ginflösku og tveimur koníakflöskum. Ekki er vitað hver þarna var að verki en þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um það eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Vestmannaeyjum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×