Innlent

Hafa fengið mikinn makríl á síldveiðum

Tvö skip á síldveiðum á vegum HB Granda fyrir austan land hafa fengið mikinn makríl á veiðunum eftir því sem segir á heimasíðu sjávarútvegsfyrirtækisins.

Faxi RE og Ingunn RE eru saman með eitt troll á svæðinu og áður en bræla skalla á á miðunum náðu skipin í 650 tonna afla tveimur holum. Í fyrsta holi fengust 300 tonn og var hlutfall makríls um 34 prósent. Aflinn í síðara holinu, sem tekið var austar á svæðinu, var 350 tonn. Hlutfall makríls í því var heil 70 prósent og makrílaflinn í þessum tveimur holum var því um 350 tonn.

Bræla er enn á miðunum en samkvæmt veðurspánni ætti að gefa aftur til veiða eigi síðar en á miðvikudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×