Innlent

,,Rekstur Droplaugarstaða er góður"

Magnús Már Guðmundsson skrifar

Ingibjörg Bernhöft, forstöðumaður hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða, segir að margoft hafi verið farið í gegnum rektstur hjúkrunarheimilisins og komið hafi í ljós heimilið sé vel rekið. ,,Rekstur Droplaugarstaða er góður," segir Ingibjörg.

Velferðarráð Reykjavíkur ákvað á aukafundi í seinustu viku að fresta ákvörðun varðandi rekstrarform hjúkrunarheimilisins. Minnihlutinn hefur sakað meirihlutann um að halda heimilinu í fjársvelti.

Stefnt er að vistmenn á hjúkrunarheimilum dvelji í einbýli. Ingibjörg segir að búið sé að breyta Droplaugarstöðum þannig að allir búa í einbýli með sérbaði. ,,Reksturinn er þar af leiðandi dýrari miðað við þegar margir eru í sama herberginu. Taka verður mið af þessu þegar talað er um kostnað en ekki horfa einungis á þyngdarstuðulinn," segir Ingibjörg.

Greiðslur til hjúkrunarheimila ráðast af hjúkrunarþyngd einstaklinga sem þar fá þjónustu. Í svari heilbrigðisráðuneytisins til Vísis kemur fram að daggjöld hjúkrunarrýma eru reiknuð út með reiknilíkani sem miðast meðal annars af umönnunarþörf vistmanna, samsetningu umönnunarstétta og fjölda hjúkrunarrýma.

Ingibjörg bindur vonir við frumvarp um sjúkratryggingar sem liggur fyrir Alþingi verði að lögum. ,,Þá verður farið í samningaviðræður á milli einstakra hjúkrunarheimila og nýrrar sjúkratryggingarstofnunar. Ef ekki næst samkomulag kemur óháður þriðji aðili að viðræðunum. Þannig verður þetta á miklu eðlilegri grunni og allir sitja við sama borð," segir Ingibjörg.








Tengdar fréttir

Ákvörðun um Droplaugarstaði frestað

Velferðarráð Reykjavíkur ákvað á aukafundi sínum nú fyrir stundu að fresta ákvörðun um tillögu varðandi rekstrarform hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða við Snorrabraut fram í ágúst.

Fresta ákvörðun um Droplaugarstaði

Velferðarráð Reykjavíkurborgar ákvað á fundi sínum í dag að fresta ákvörðun um hvort bjóða eigi út rekstur á hjúkrunarhemilinu Droplaugarstöðum. Minnihlutinn í ráðinu sakar meirihlutann um að halda stofnuninni í fjársvelti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×