Innlent

Sektuð fyrir mótmæli við Hellisheiðarvirkjun

Frá mótmælaaðgerðum Saving Iceland í fyrra.
Frá mótmælaaðgerðum Saving Iceland í fyrra. MYND/365

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag níu manns sem tengjast Saving Iceland til greiðslu sektar fyrir að hafa lokað veginum að Hellisheiðarvirkjun í fyrrasumar og fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu um að opna veginn aftur.

Fólkið vildi mótmæla virkjanaframkvæmdum á Hellisheiði og lagði því tveimur bílum þvert á veginn og hlekkjaði hluti hópsins sig við þá. Fólkið neitaði að fara þegar lögregla kom á vettvang og var því handtekið.

Fólkið taldi sig vera í fullum rétti til að mótmæla og sagði að lögregla hefði í umrætt sinn gengið á rétt þeirra. Á það féllst Héraðsdómur ekki og sagði að fólkið hefði með aðgerðum sínum ekki hlýtt lögreglu og þannig gengið á rétt annarra til að fara um veginn. Aðgerðir lögreglu hafi því verið nauðsynlegar.

Þá var einn níumenninganna sakfelldur fyrir að hafa klifrað upp í byggingarkrana við virkjunina í heimildarleysi. Var fólkið sektað um 50 þúsund krónur hvert fyrir utan einn sem hlaut 100 þúsund króna sekt.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×