Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að ráðast á lögregluþjón og reyna að stela lögreglubíl Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa slegið lögregluþjón og reynt að stela lögreglubifreið. Þá var hann sektaður um 280 þúsund krónur og sviptur ökuleyfi í fjögur ár fyrir ölvunarakstur. 30.6.2008 12:10 Vörukarfan hækkar um nærri þrjú prósent í Bónus Vörukarfa ASÍ hækkaði mest í Bónus á milli verðmælinga verðlagseftirlits ASÍ íannarri og þriðju viku júní. Nam hækkunin 2,7 prósentum. 30.6.2008 11:45 Ljósmæður vilja launaleiðréttingu Ljósmæðrafélag Íslands krefst þess að ríkisstjórnin gefi samninganefnd ríkisins umboð til þess að semja við ljósmæður um launaleiðréttingu þar sem þær séu með lægri laun en allar aðrar háskólastéttir með sambærilega menntun. 30.6.2008 11:04 Umferðartafir á Hafnarfjarðarvegi Vegna framkvæmda á Hafnarfjarðarvegi má gera ráð fyrir umferðartöfum frá Kópavogsleik í Fossvog frá klukkan 9 og fram eftir degi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 30.6.2008 10:33 Kosningar í Simbabve uppfylltu ekki kröfur Afríkubandalagsins Forsetakosningarnar í Simbabve uppfylltu ekki kröfur Afríkubandalagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá eftirlitsmönnum sem voru viðstaddir kosningarnar á vegum bandalagsins. 30.6.2008 10:14 Benedikt kominn þrjár sjómílur Þegar rætt var við aðstoðarmenn Benedikts LaFleur fyrir skömmu fengust þær fréttir að sundið gengi vel og væri Benedikt kominn um þrjár sjómílur frá Dover. 30.6.2008 10:12 Dregur verulega úr vöruskiptahalla Vöruskiptahallinn fyrstu fimm mánuði ársins nam 32 milljörðum króna sem er rúmum fimm milljörðum króna minna en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar. 30.6.2008 09:29 Forseti Sambíu fluttur á spítala Levy Mwanawasa, forseti Sambíu, var fluttur í skyndingu á spítala í gær. 30.6.2008 08:13 Vilja ekki banna viðskipti með selskinn Matvælaráðherrar Norðurlandanna lýsa yfir áhyggjum af fyrirhuguðu banni Evrópusambandsins við viðskiptum með selskinn og hvetja til að Evrópusambandið gæti jafnvægis í verndun og nýtingu selastofna. 30.6.2008 08:10 Gay Pride í 38. sinn í San Francisco Lesbíur á vélhjólum, íklæddar brúðarkjólum, voru áberandi á götum San Fransico í gær en þá var svokallað Gay Pride haldið þar hátíðlegt í þrítugasta og áttunda sinn. 30.6.2008 08:09 Ekið á brunahana við Sundlaugarveg Ekið var á ljósastaur og rafmagnskassa í Hveragerði í nótt og stakk ökumaður af. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er þó vitað hver á í hlut og verður haft samband við hann. 30.6.2008 08:05 Benedikt S. LaFleur lagður af stað Sundkappinn Benedikt S. LaFleur lagði í morgun af stað frá Dover á Englandi í sundferð sína yfir Ermarsund en sundið tileinkar Benedikt baráttunni gegn mansali. 30.6.2008 07:54 Vilja sérstakar athafnir fyrir skilnaði Formaður danskra samtaka sem kalla sig Presta- og sálfræðimeðferð vilja að sérstakar athafnir verði haldnar þegar hjón skilja. Æðstu menn kirkjunnar í borginni Ribe á Jótlandi taka vel í hugmyndina. Frá þessu er sagt í Kristilega Dagblaðinu í Danmörku. 30.6.2008 07:47 Íslenskur meintur byssumaður á Spáni Íslendingur á Spáni hefur verið kærður til lögreglunnar þar, fyrir hótanir og að beina byssu að konu á götu úti. 29.6.2008 18:38 Akkeri híft upp eftir tæp 130 ár í sjó Akkerið úr seglskipinu Jamestown var híft upp úr sjó, síðastliðinn þriðjudag, eftir að hafa legið þar í 127 ár. Skipið sökk árið 1881 eftir að hafa rekið mannlaust að landi við Ósabotna. 29.6.2008 19:46 Þungir bensínfætur á Suðurnesjum Fimm ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni eftir hádegi í dag. Sá er hraðast ók mældist á 134 kílómetra hraða á klukkustund. þar sem hámarkshraðinn er 90 km/klst. 29.6.2008 19:16 Veiðin í Norðurá að nálgast 100 laxa eftir daginn Mokveiði hefur verið í Norðurá í dag og er hollið sem er við ánna nú að nálgast 100 laxa eftir daginn. Bara fyrir hádegið komu 40 laxar á land úr ánni. 29.6.2008 16:29 Mugabe sór embættiseiðinn Róbert Mugabe sór í dag embættiseið sem forseti Zimbabwe en hélt síðan á leiðtogafund Afríkuríkja í Egyptalandi. Á fundinum verður fjallað um kosningarnar og hugsanlegar refsiaðgerðir á Zimbabwe. 29.6.2008 19:24 Land Cruiser bifreið velti við Víkurveg Land Cruiser bifreið fór tvær veltur á Vesturlandsvegi við Víkurveg upp úr klukkan fjögur í dag. Að sögn lögreglunnar voru sjö stúlkur, á leið úr sumarbústaðarferð, í bílnum. Allar sluppu þær ómeiddar. 29.6.2008 18:25 Gífurlegur umferðarþungi á Suðurlandsvegi síðdegis Gífurlegur umferðarþungi er nú á Suðurlandsvegi í átt til borgarinnar og má segja að bíll sé við bíl allt frá Rauðavatni og langt austur fyrir Selfoss. 29.6.2008 17:03 Stærstu greinar SA hvetja til aðildar að Evrópusambandinu Stærstu greinar Samtaka atvinnulífsins, iðnaðurinn, verslunin og þjónustan, hvetja nú allar til aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu. 29.6.2008 14:57 Sækir um pláss fyrir tívolí á Skarfabakkanum Jörundur Guðmundsson mun flytja inn sitt árlega tívolí í næsta mánuði og hann hefur sótt um pláss fyrir það á Skarfabakkanum í Reykljavíkurhöfn. 29.6.2008 14:09 Vinnuslys í Njarðvík Rétt fyrir kl. 11:00 í dag varð vinnuslys í Njarðvík. Þar hafði starfsmaður fallið úr skæralyftu, sem hann var að vinna í og niður á steinsteypt gólf. Fallið var um 4 metrar. 29.6.2008 13:12 Barak Obama beðinn um skilríki í líkamsræktarklúbb Barak Obama er sennilega með þekktari persónum Bandaríkjanna í dag. Það kom þó ekki í vega fyrir að hann var krafinn um skilríki er hann ætlaði í líkamsræktarklúbb um helgina. 29.6.2008 12:30 Fundarlaun í boði eftir innbrot í bíl Brotist var inn í dökkgrænan Ford Fiesta við Austurbæjarskólann í nótt og þaðan stolið töskum með tölvuigögnum. Eigandi bílisins heitir fundarlaunum ef gögnunum verður skilað aftur. 29.6.2008 12:23 Ofurmódel stökk í dauðann á Manhattan Ofurmódelið Ruslana Korshunova frá Kazhakstan framdi sjálfsmorð í gærdag með því að stökkva niður af svölum á níundu hæð íbúðabyggingar sem hún bjó í á Manhattan. 29.6.2008 11:31 Rannsaka hvarf barna úr flóttamannabúðum á Norðurlöndum Borgara- og neytendanefnd Norðurlandaráðs hyggst hefja rannsókn á hvarfi barna úr flóttamannabúðum á Norðurlöndunum. Á hverju ári hverfur fjöldi barna úr þessum búðum og óttast er að þau verði mansali að bráð. 29.6.2008 11:06 Baskar greiða atkvæði um sjálfstæði héraðsins Héraðsþing Baska á Spáni samþykkti í gær að efna til atkvæðagreiðslu um hugsanlegt sjálfstæði héraðsins. 29.6.2008 10:05 Mugabe lýstur sigurvegari kosninganna í dag Robert Mugabe verður lýstur sigurvegari kosninganna í Zimbabwe í dag. Hann var einn í framboði í seinni umferð kosninganna og segir að hann hafi sigrað í öllum kjördæmum. 29.6.2008 10:03 Mikið af rusli, einkum áldósir, eftir stórtónleikana Svo virðist sem einhverjir af þeim rúmlega 30 þúsund manns sem sóttu stórtónleika Bjarkar og Sigur Rósar í Laugardalnum í gær hafi misskilið boðskap þeirra. Mikið af rusli einkum áldósir lá eftir í brekkunum fyrir ofan Þvottalaugarnar. 29.6.2008 09:55 Neyðarástand í Kaliforníu vegna mengunnar frá skógareldum Mengun vegna skógarelda í Kaliforníu er orðin mjög mikil. Reykur liggur yfir stórum svæðum eins og þoka. Lýst hefur verið yfir neyðarástandi í ríkinu. 29.6.2008 09:51 Mikið um ölvun og pústra í borginni í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Fjölmenni var í miðbær Reykjavíkur og mikið um ölvun og pústra. 29.6.2008 09:50 Þúsundir reiðra Kínverja brenna lögreglustöðvar Nokkur þúsund æstir og reiðir Kínverjar réðust á opinberar byggingar í Guizhou héraðinu og kveiktu í lögreglustöðvum og lögreglubílum um helgina til að mótmæla andláti unglingsstúlku. 29.6.2008 09:45 Liggur þungt haldinn í öndunarvél eftir bílveltu 26 ára gamall maður liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Reykjavík eftir að hann velti pallbíl útaf Þingvallavegi við Ljósafossvirkjun á fimmta tímanum í nótt. 29.6.2008 09:28 Kvartað undan snjósköflum á Öxnadalsheiði Lögreglunni á Akureyri bárust kvartanir um snjóskafla frá ökumönnum sem leið áttu um Öxnadalsheiðina í nótt. Einn þeirra spurði raunar hvort ekki ætti að hálkuverja heiðina í nótt. 29.6.2008 09:21 Biðja að heilsa drottningunni „Skemmtu þér vel í kóngsins Köben. Við biðjum að heilsa drottningunni,“ sagði Kristinn Kristinsson, forseti Kiwanisklúbbsins Höfða í Grafarvogi, þegar hann afhenti Rakel Árnadóttur 100.000 króna styrk í Danmerkursjóð hennar. 29.6.2008 05:00 Tónleikahald tókst eins og best var á kosið Talið er að um þrjátíu þúsund manns hafi lagt leið sína í Laugardalinn í dag og í kvöld til þess að hlýða á tónleika Sigur Rósar, Ólafar Arnalds og Bjarkar Guðmundsdóttur. 28.6.2008 23:19 Háskólamenn semja um 20.300 króna hækkun Samkomulag náðist í kjaraviðræðum 23 stéttarfélaga háskólamanna við ríkið í kvöld. Háskólamenn fá jafnframt endurskoðun á starfsmenntunarmálum. 28.6.2008 23:16 Sérsveitin send til Grímseyjar að handtaka vopnaðan afbrotamann Sérsveit lögreglunnar var send til Grímseyjar nú skömmu fyrir kvöldmatinn til að handtaka afbrotamann þar. Var maðurinn vopnaður hníf og sleggju og ógnaði eyjabúum sem og gestum á árlegu sjóstangaveiðimóti sem þar er haldið um helgina. 28.6.2008 19:25 Vilhjálmur segir krónuna ónýta og fjöldauppsagnir framundan Peningastefna Seðlabankans er úr sér gengin og krónan ónothæf fyrir íslensk fyrirtæki að mati Vilhjálms Egilssonar framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir ástandið alvarlegt og að það eigi eftir að versna með tilheyrandi fjöldauppsögnum. 28.6.2008 18:57 Verslun á Selfossi blómstrar í kjölfar jarðskjálftans Verslun á Selfossi blómstrar sem aldrei fyrr í kjölfar Suðurlandsskjálftanna og hafa flatskjáir notið sérstakra vinsælda. Minnir ástandið á jólavertíðina og rúmlega það, að sögn Orra Smárasonar verslunarstjóra BT á Selfossi. 28.6.2008 20:15 Þurrkar á Suðurlandi raktir til Suðurlandsskjálftans Bændur á Suðurlandi hafa áhyggjur af því að jarðvegurinn sé að þorna upp og tengja það Suðurlandsskjálfta. Hugmyndir eru uppi um að bændur taki sig saman og stofni vatnsveitu. 28.6.2008 19:30 Augun beinast að Kappa frá Kommu Hestamenn eru sumir farnir að spá því að Kappi frá Kommu verði næsti Orri frá Þúfu eftir að hann óvænt sló heimsmet í stóðhestadómum á dögunum. Kappi kemur frá hrossaræktarbúi í Skagafirði sem sendir tuttugu hross á landsmót hestamanna í næstu viku. 28.6.2008 18:49 Um eða yfir 30.000 manns á tónleikum Bjarkar og Sigurósar Um eða yfir 30.000 manns eru nú komin í Laugardalinn til að hlýða á tónleika Bjarkar og Sigurrósar. Að sögn lögreglunnar hefur allt gengið vel fyrir sig og fólk almennt skilið bílana eftir heima. 28.6.2008 16:57 Esjudagurinn haldinn hátíðlegur í dag Ferðafélag Íslands og SPRON halda Esjudaginn hátíðlegan í dag. Afar fjölbreytt fjölskyldudagskrá verður í boði í allan dag en hátíð hófst kl. 13.00 28.6.2008 15:07 Sjá næstu 50 fréttir
Dæmdur fyrir að ráðast á lögregluþjón og reyna að stela lögreglubíl Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa slegið lögregluþjón og reynt að stela lögreglubifreið. Þá var hann sektaður um 280 þúsund krónur og sviptur ökuleyfi í fjögur ár fyrir ölvunarakstur. 30.6.2008 12:10
Vörukarfan hækkar um nærri þrjú prósent í Bónus Vörukarfa ASÍ hækkaði mest í Bónus á milli verðmælinga verðlagseftirlits ASÍ íannarri og þriðju viku júní. Nam hækkunin 2,7 prósentum. 30.6.2008 11:45
Ljósmæður vilja launaleiðréttingu Ljósmæðrafélag Íslands krefst þess að ríkisstjórnin gefi samninganefnd ríkisins umboð til þess að semja við ljósmæður um launaleiðréttingu þar sem þær séu með lægri laun en allar aðrar háskólastéttir með sambærilega menntun. 30.6.2008 11:04
Umferðartafir á Hafnarfjarðarvegi Vegna framkvæmda á Hafnarfjarðarvegi má gera ráð fyrir umferðartöfum frá Kópavogsleik í Fossvog frá klukkan 9 og fram eftir degi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 30.6.2008 10:33
Kosningar í Simbabve uppfylltu ekki kröfur Afríkubandalagsins Forsetakosningarnar í Simbabve uppfylltu ekki kröfur Afríkubandalagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá eftirlitsmönnum sem voru viðstaddir kosningarnar á vegum bandalagsins. 30.6.2008 10:14
Benedikt kominn þrjár sjómílur Þegar rætt var við aðstoðarmenn Benedikts LaFleur fyrir skömmu fengust þær fréttir að sundið gengi vel og væri Benedikt kominn um þrjár sjómílur frá Dover. 30.6.2008 10:12
Dregur verulega úr vöruskiptahalla Vöruskiptahallinn fyrstu fimm mánuði ársins nam 32 milljörðum króna sem er rúmum fimm milljörðum króna minna en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar. 30.6.2008 09:29
Forseti Sambíu fluttur á spítala Levy Mwanawasa, forseti Sambíu, var fluttur í skyndingu á spítala í gær. 30.6.2008 08:13
Vilja ekki banna viðskipti með selskinn Matvælaráðherrar Norðurlandanna lýsa yfir áhyggjum af fyrirhuguðu banni Evrópusambandsins við viðskiptum með selskinn og hvetja til að Evrópusambandið gæti jafnvægis í verndun og nýtingu selastofna. 30.6.2008 08:10
Gay Pride í 38. sinn í San Francisco Lesbíur á vélhjólum, íklæddar brúðarkjólum, voru áberandi á götum San Fransico í gær en þá var svokallað Gay Pride haldið þar hátíðlegt í þrítugasta og áttunda sinn. 30.6.2008 08:09
Ekið á brunahana við Sundlaugarveg Ekið var á ljósastaur og rafmagnskassa í Hveragerði í nótt og stakk ökumaður af. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er þó vitað hver á í hlut og verður haft samband við hann. 30.6.2008 08:05
Benedikt S. LaFleur lagður af stað Sundkappinn Benedikt S. LaFleur lagði í morgun af stað frá Dover á Englandi í sundferð sína yfir Ermarsund en sundið tileinkar Benedikt baráttunni gegn mansali. 30.6.2008 07:54
Vilja sérstakar athafnir fyrir skilnaði Formaður danskra samtaka sem kalla sig Presta- og sálfræðimeðferð vilja að sérstakar athafnir verði haldnar þegar hjón skilja. Æðstu menn kirkjunnar í borginni Ribe á Jótlandi taka vel í hugmyndina. Frá þessu er sagt í Kristilega Dagblaðinu í Danmörku. 30.6.2008 07:47
Íslenskur meintur byssumaður á Spáni Íslendingur á Spáni hefur verið kærður til lögreglunnar þar, fyrir hótanir og að beina byssu að konu á götu úti. 29.6.2008 18:38
Akkeri híft upp eftir tæp 130 ár í sjó Akkerið úr seglskipinu Jamestown var híft upp úr sjó, síðastliðinn þriðjudag, eftir að hafa legið þar í 127 ár. Skipið sökk árið 1881 eftir að hafa rekið mannlaust að landi við Ósabotna. 29.6.2008 19:46
Þungir bensínfætur á Suðurnesjum Fimm ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni eftir hádegi í dag. Sá er hraðast ók mældist á 134 kílómetra hraða á klukkustund. þar sem hámarkshraðinn er 90 km/klst. 29.6.2008 19:16
Veiðin í Norðurá að nálgast 100 laxa eftir daginn Mokveiði hefur verið í Norðurá í dag og er hollið sem er við ánna nú að nálgast 100 laxa eftir daginn. Bara fyrir hádegið komu 40 laxar á land úr ánni. 29.6.2008 16:29
Mugabe sór embættiseiðinn Róbert Mugabe sór í dag embættiseið sem forseti Zimbabwe en hélt síðan á leiðtogafund Afríkuríkja í Egyptalandi. Á fundinum verður fjallað um kosningarnar og hugsanlegar refsiaðgerðir á Zimbabwe. 29.6.2008 19:24
Land Cruiser bifreið velti við Víkurveg Land Cruiser bifreið fór tvær veltur á Vesturlandsvegi við Víkurveg upp úr klukkan fjögur í dag. Að sögn lögreglunnar voru sjö stúlkur, á leið úr sumarbústaðarferð, í bílnum. Allar sluppu þær ómeiddar. 29.6.2008 18:25
Gífurlegur umferðarþungi á Suðurlandsvegi síðdegis Gífurlegur umferðarþungi er nú á Suðurlandsvegi í átt til borgarinnar og má segja að bíll sé við bíl allt frá Rauðavatni og langt austur fyrir Selfoss. 29.6.2008 17:03
Stærstu greinar SA hvetja til aðildar að Evrópusambandinu Stærstu greinar Samtaka atvinnulífsins, iðnaðurinn, verslunin og þjónustan, hvetja nú allar til aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu. 29.6.2008 14:57
Sækir um pláss fyrir tívolí á Skarfabakkanum Jörundur Guðmundsson mun flytja inn sitt árlega tívolí í næsta mánuði og hann hefur sótt um pláss fyrir það á Skarfabakkanum í Reykljavíkurhöfn. 29.6.2008 14:09
Vinnuslys í Njarðvík Rétt fyrir kl. 11:00 í dag varð vinnuslys í Njarðvík. Þar hafði starfsmaður fallið úr skæralyftu, sem hann var að vinna í og niður á steinsteypt gólf. Fallið var um 4 metrar. 29.6.2008 13:12
Barak Obama beðinn um skilríki í líkamsræktarklúbb Barak Obama er sennilega með þekktari persónum Bandaríkjanna í dag. Það kom þó ekki í vega fyrir að hann var krafinn um skilríki er hann ætlaði í líkamsræktarklúbb um helgina. 29.6.2008 12:30
Fundarlaun í boði eftir innbrot í bíl Brotist var inn í dökkgrænan Ford Fiesta við Austurbæjarskólann í nótt og þaðan stolið töskum með tölvuigögnum. Eigandi bílisins heitir fundarlaunum ef gögnunum verður skilað aftur. 29.6.2008 12:23
Ofurmódel stökk í dauðann á Manhattan Ofurmódelið Ruslana Korshunova frá Kazhakstan framdi sjálfsmorð í gærdag með því að stökkva niður af svölum á níundu hæð íbúðabyggingar sem hún bjó í á Manhattan. 29.6.2008 11:31
Rannsaka hvarf barna úr flóttamannabúðum á Norðurlöndum Borgara- og neytendanefnd Norðurlandaráðs hyggst hefja rannsókn á hvarfi barna úr flóttamannabúðum á Norðurlöndunum. Á hverju ári hverfur fjöldi barna úr þessum búðum og óttast er að þau verði mansali að bráð. 29.6.2008 11:06
Baskar greiða atkvæði um sjálfstæði héraðsins Héraðsþing Baska á Spáni samþykkti í gær að efna til atkvæðagreiðslu um hugsanlegt sjálfstæði héraðsins. 29.6.2008 10:05
Mugabe lýstur sigurvegari kosninganna í dag Robert Mugabe verður lýstur sigurvegari kosninganna í Zimbabwe í dag. Hann var einn í framboði í seinni umferð kosninganna og segir að hann hafi sigrað í öllum kjördæmum. 29.6.2008 10:03
Mikið af rusli, einkum áldósir, eftir stórtónleikana Svo virðist sem einhverjir af þeim rúmlega 30 þúsund manns sem sóttu stórtónleika Bjarkar og Sigur Rósar í Laugardalnum í gær hafi misskilið boðskap þeirra. Mikið af rusli einkum áldósir lá eftir í brekkunum fyrir ofan Þvottalaugarnar. 29.6.2008 09:55
Neyðarástand í Kaliforníu vegna mengunnar frá skógareldum Mengun vegna skógarelda í Kaliforníu er orðin mjög mikil. Reykur liggur yfir stórum svæðum eins og þoka. Lýst hefur verið yfir neyðarástandi í ríkinu. 29.6.2008 09:51
Mikið um ölvun og pústra í borginni í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Fjölmenni var í miðbær Reykjavíkur og mikið um ölvun og pústra. 29.6.2008 09:50
Þúsundir reiðra Kínverja brenna lögreglustöðvar Nokkur þúsund æstir og reiðir Kínverjar réðust á opinberar byggingar í Guizhou héraðinu og kveiktu í lögreglustöðvum og lögreglubílum um helgina til að mótmæla andláti unglingsstúlku. 29.6.2008 09:45
Liggur þungt haldinn í öndunarvél eftir bílveltu 26 ára gamall maður liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Reykjavík eftir að hann velti pallbíl útaf Þingvallavegi við Ljósafossvirkjun á fimmta tímanum í nótt. 29.6.2008 09:28
Kvartað undan snjósköflum á Öxnadalsheiði Lögreglunni á Akureyri bárust kvartanir um snjóskafla frá ökumönnum sem leið áttu um Öxnadalsheiðina í nótt. Einn þeirra spurði raunar hvort ekki ætti að hálkuverja heiðina í nótt. 29.6.2008 09:21
Biðja að heilsa drottningunni „Skemmtu þér vel í kóngsins Köben. Við biðjum að heilsa drottningunni,“ sagði Kristinn Kristinsson, forseti Kiwanisklúbbsins Höfða í Grafarvogi, þegar hann afhenti Rakel Árnadóttur 100.000 króna styrk í Danmerkursjóð hennar. 29.6.2008 05:00
Tónleikahald tókst eins og best var á kosið Talið er að um þrjátíu þúsund manns hafi lagt leið sína í Laugardalinn í dag og í kvöld til þess að hlýða á tónleika Sigur Rósar, Ólafar Arnalds og Bjarkar Guðmundsdóttur. 28.6.2008 23:19
Háskólamenn semja um 20.300 króna hækkun Samkomulag náðist í kjaraviðræðum 23 stéttarfélaga háskólamanna við ríkið í kvöld. Háskólamenn fá jafnframt endurskoðun á starfsmenntunarmálum. 28.6.2008 23:16
Sérsveitin send til Grímseyjar að handtaka vopnaðan afbrotamann Sérsveit lögreglunnar var send til Grímseyjar nú skömmu fyrir kvöldmatinn til að handtaka afbrotamann þar. Var maðurinn vopnaður hníf og sleggju og ógnaði eyjabúum sem og gestum á árlegu sjóstangaveiðimóti sem þar er haldið um helgina. 28.6.2008 19:25
Vilhjálmur segir krónuna ónýta og fjöldauppsagnir framundan Peningastefna Seðlabankans er úr sér gengin og krónan ónothæf fyrir íslensk fyrirtæki að mati Vilhjálms Egilssonar framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir ástandið alvarlegt og að það eigi eftir að versna með tilheyrandi fjöldauppsögnum. 28.6.2008 18:57
Verslun á Selfossi blómstrar í kjölfar jarðskjálftans Verslun á Selfossi blómstrar sem aldrei fyrr í kjölfar Suðurlandsskjálftanna og hafa flatskjáir notið sérstakra vinsælda. Minnir ástandið á jólavertíðina og rúmlega það, að sögn Orra Smárasonar verslunarstjóra BT á Selfossi. 28.6.2008 20:15
Þurrkar á Suðurlandi raktir til Suðurlandsskjálftans Bændur á Suðurlandi hafa áhyggjur af því að jarðvegurinn sé að þorna upp og tengja það Suðurlandsskjálfta. Hugmyndir eru uppi um að bændur taki sig saman og stofni vatnsveitu. 28.6.2008 19:30
Augun beinast að Kappa frá Kommu Hestamenn eru sumir farnir að spá því að Kappi frá Kommu verði næsti Orri frá Þúfu eftir að hann óvænt sló heimsmet í stóðhestadómum á dögunum. Kappi kemur frá hrossaræktarbúi í Skagafirði sem sendir tuttugu hross á landsmót hestamanna í næstu viku. 28.6.2008 18:49
Um eða yfir 30.000 manns á tónleikum Bjarkar og Sigurósar Um eða yfir 30.000 manns eru nú komin í Laugardalinn til að hlýða á tónleika Bjarkar og Sigurrósar. Að sögn lögreglunnar hefur allt gengið vel fyrir sig og fólk almennt skilið bílana eftir heima. 28.6.2008 16:57
Esjudagurinn haldinn hátíðlegur í dag Ferðafélag Íslands og SPRON halda Esjudaginn hátíðlegan í dag. Afar fjölbreytt fjölskyldudagskrá verður í boði í allan dag en hátíð hófst kl. 13.00 28.6.2008 15:07