Fleiri fréttir

Segja skipulagt fyrir forsetann

„Tillagan virðist fyrst og fremst gerð með það í huga að taka út lóðina Miðskóga 8,“ bókuðu fulltrúar minnihluta Sjálfstæðisflokks þegar meirihluti Á-lista í skipulagsnefnd Álftaness samþykkti breytingu á deiliskipulagi Vestur-Skógtjarnarsvæðis.

Enginn á lífi eftir ferjuslysið á Filippseyjum

Óttast er að rúmlega þúsund manns hafi farist þegar fellibylur fór yfir Filippseyjar um helgina. Ferju með hátt í níu hundruð manns um borð hvolfdi í veðurofsanum og aðeins er vitað um fjóra sem komust lífs af. Við vörum við myndunum sem fylgja þessari frétt.

Búið að finna eiganda hvolpsins

Lögreglan á suðurnesjum er búin að finna eiganda hvolpsins sem fannst í hrauni við Kúagerði skammt frá veginum þar sem keyrt er að Keili. Málið verður rannsakað enn frekar. Dýralæknir sem annaðist hvolpinn segir hann á góðum batavegi og muni jafna sig að fullu.

Hátt í 90% keyra minna eftir eldsneytishækkun

Hátt í níutíu prósent landsmanna eru farin að keyra minna eftir að bensínverðið rauk upp, samkvæmt nýrri könnun Stöðvar 2. Fleiri konur spara við sig í dýrtíðinni en karlar og þeir sem hæstar hafa tekjurnar eru ólíklegastir til að draga úr notkun bílsins.

Baðstrandargestir leita skjóls undir rofabörðum

Enn er áratugur hið minnsta þar til skjól skapast við eina baðstrandarsvæði Reykvíkinga - Ylströndina í Nauthólsvík. Umsjónarmaður svæðisins segir dapurt að borgaryfirvöld hafi ekki hugsað fyrir skjólmyndun. Barátta hans fyrir skjóli hefur skilað gróðurbelti sem nú teygir sig fáeina sentímetra í loft upp.

Þyrla landhelgisgæslunnar sá enga ísbirni

Þyrla landhelgisgæslunnar flaug eftirlitsflug nú í dag til þess að kanna hvort einhverjir ísbirnir væru á vappi. Flaug þyrlan yfir svæði frá Aðalvík að Sauðárkróki en sáu enga ísbirni á leiðinni.

Bilun í jarðskjálftamæli

Glöggir lesendur heimasíðu Veðurstofu Íslands ráku upp stór augu þegar jarðskjálftamælir stofunnar sýndi jarðskjálfta upp á 5,7 á richter rúma 11,5 km SSA af Bárðarbungu um klukkan 15:00 í dag.

Segir Svan ófrægja Hannes Hólmstein

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra tjáir sig um greinar Svans Kristjánssonar prófessors sem birtust í Fréttablaðinu í vikunni á heimasíðu sinni.

Mugabe verður að hætta öllu ofbeldi

Hvíta húsið hefur blandað sér inn í kosningafíaskóið sem nú ríkir í Simbabve. Hafa yfirvöld í Bandaríkjunum biðlað til yfirvalda í landinu og þeirra "óþokka" sem þar eru að hætta öllu ofbeldi.

Fæddist með typpi á bakinu

Kínverskir læknar reyna nú að átta sig á læknisfræðilegri ráðgátu eftir að kínverskur drengur fæddist með tvö typpi. Annað typpið er staðsett á baki drengsins.

Dregur framboð sitt til baka og vill forða frekara blóðbaði

Stjórnarandstæðingurinn Morgan Tsvanigrai hefur ákveðið að hætta við framboð sitt til forseta í Simbabve. Þannig vill hann forða frekara blóðbaði vegna baráttunnar fyrir seinni umferð forstakosninganna þar í landi í næstu viku. Robert Mugabe, sitjandi forseti, segir alrangt að farið sé með ofbeldi gegn stjórnarandstæðingum.

Taugaveiklunarbragur á ríkisstjórninni

Húsnæðisaðgerðir ríkisstjórnarinnar eru krampakenndar ákvarðanir til að friðþægja háværa hagsmunaaðila, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslyndra. Hann telur að aðgerðirnar viðhaldi þenslunni og lengi í verðbólgunni.

Hringurinn farinn að þrengjast um hundaníðinginn

Lögreglan á Suðurnesjum hefur ekki haft uppi á eiganda hvolpsins sem fannst grafinn lifandi í gærmorgun. Fjölmargir hafa hringt og nokkrar vísbendingar hafa borist vegna málsins. Fólki blöskrar meferðin á hvolpinum sem dýralæknir telur að muni ná sér.

Stungið á hjólbarða sjö bifreiða í Reykjanesbæ

Lögreglan á Suðurnesjum kærði í nótt tvo ökumenn fyrir ölvun við akstur og einn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá voru tveir aðilar handteknir fyrir óspektir í miðbæ Reykjanesbæjar í nótt.

Fengu hrefnu í trollið

Áhöfnin á Guðmundi VE 29 frá Vestmannaeyjum, fékk hrefnu í trollið hjá sér þar sem skipið var á síldveiðum við Jan Mayen. Þorbjörn Víglundsson skipverji á Guðmundi greinir frá þessu á bloggsíðu sinni.

Þjóðin vill íbúðalánasjóð áfram

Þjóðin vill ekki leggja niður Íbúðalánasjóð og láta banka og lífeyrissjóði sjá um að lána fólki til húsnæðiskaupa. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu Stöðvar 2 sem leiðir í ljós að aðeins tæp tvö prósent landsmanna vill að sjóðurinn verði lagður niður.

Útthlutað úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta HÍ

Í gær var í fyrsta sinn úthlutað úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands. Þeir 25 afburðastúdentar sem valdir voru úr hópi glæsilegra fulltrúa ungra námsmanna komu úr 14 framhaldsskólum og þeir sækjast eftir inngöngu í 15 ólíkar námsleiðir.

Grófu hund lifandi við Kúagerði

Í hádeginu í dag barst lögreglunni tilkynning um hund sem hefði fundist í hrauninu skammt frá Kúagerði, þar sem ekið er í áttina að Keili.

Afhjúpuðu útsýnisskilti

Útsýnisskilti var afhjúpað við Höfðabakka neðan við Hólahverfið í Breiðholti klukkan tvö í dag. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður borgarráðs og íbúi í Breiðholtinu afhjúpaði skiltið.

Ræddu samgöngu- og öryggismál

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra, Aleqa Hammond, utanríkisráðherra í grænlensku landsstjorninni, og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, ræddu meðal annars samgöngu- og öryggismal á fundi sem þau áttu i gær.

Banaslys á Hafnarfjarðarvegi

Nítján ára piltur er látinn eftir umferðarslysið sem varð á Hafnafjarðarvegi við Kópavogslæk um hálffimmleytið í nótt. Aðrir sem í bifreiðinni voru eru á batavegi. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að hinn látni sé 19 ára piltur en ekki sé unnt að gefa upp nafn hans að svo stöddu.

Hundsar andfeminiskann áróður

Sóley Tómasdóttir, ráðskona í Femínistafélagi Íslands, segir það einkennilegt að fjölmiðlar þurfi ávallt að bera á borð andfeminiskann áróður rétt eftir að feminisk umræða hefur verið í umræðunni.

Castro sakar ESB um hræsni

Fídel Kastró, fyrrverandi forseti Kúbu, sakar Evrópusambandið um hræsni í mannréttindamálum.

Varar við árás á Íran

Mohammed El Baradei, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, hótar að segja af sér verði gerð árás á Íran.

Ólympíukyndillinn í Lasa

Hlaupið var með ólympíukyndilinn um götur Lasa, höfuðborgar Tíbets í morgun. Þar kom til blóðugra óeirða í mars síðastliðnum en þær urðu kveikjan að miklum mótmælum víðast hvar þar sem hlaupið hefur verið með kyndilinn.

Harður árekstur á Biskupstungnabraut

Harður árekstur varð á Biskupstungnabraut um hálftíuleytið í gærkvöldi. Fólksbifreið var ekið inn á Biskupstungnabraut í veg fyrir annan bíl.

Sinubruni í Fossvogsdal

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað í Fossvogsdalinn vegna sinubruna þar um áttaleytið í kvöld. Að sögn slökkviliðsins tók um tuttugu mínútur að slökkva eldinn. Töluvert hefur verið af útköllum vegna sinubruna það sem af er þessu sumri, að sögn slökkviliðsmanna.

Þung umferð um Suðurlandsveg

Nokkuð þung umferð er á Suðurlandsvegi, að sögn lögreglunnar á Selfossi og lögreglunnar á Hvolsvelli. Allt hefur þó gengið vel fyrir sig. Þær upplýsingar fengust jafnframt hjá lögreglunni að Borgarnesi að þar væri nokkuð þétt umferð.

Kjaradeilu háskólamenntaðra vísað til sáttasemjara

Samninganefnd ríkisins ákvað í dag að vísa kjaradeilu BHM og þriggja stéttafélaga til ríkissáttasemjara. Samstarfshópur stéttarfélaganna fundaði með Samninganefnd ríkisins og sáttasemjara í dag og eftir fimm klukkustunda fund var ákveðið að málið færi á borð ríkissáttasemjara.

33 kaupsamningum þinglýst - rösklega 200 á sama tíma í fyrra

Alls var 33 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu dagana 13. júní til og með 19. júní á þessu ári. Til samanburðar má geta að dagana 15 - 21 júní í fyrra var 213 kaupsamningum þinglýst. Þá var 6 kaupsamningum þinglýst á Akureyri í liðinni viku og 5 í Árborg.

Búið að slökkva eldinn við Gvendargeisla

Búið er að ráða niðurlögum eldsins við Gvendargeisla í Grafarholti. Þar kviknaði í gasgrilli með þeim afleiðingum að eldurinn læsti sig í þakklæðningu og rúða brotnaði, að sögn slökkviliðsmanna.

Hæna handsömuð í Hafnarfirði

Það er víða á landinu sem lögreglumenn þurfa að glíma við það erfiða verkefni að fanga dýr. Skemmst er að minnast viðureigna lögreglunnar á Sauðárkróki við tvo hvítabirni sem á endanum voru báðir felldir.

Síbrotamaður áfram í varðhaldi

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir síbrotamanni sem setið hefur á bak við lás og slá frá 23. maí. Skal maðurinn sitja í varðhaldi til 18. júlí.

Óviðunandi bið eftir húsnæði fyrir Byrgisfólk

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra segir óviðunandi að ekki skuli vera búið að opna heimili fyrir fyrrverandi vistmenn í Byrginu. Meðferðarheimilinu var lokað í kjölfarið að Kompásþáttar Stöðvar 2 um Byrgið var sýndur rétt fyrir jólin árið 2006.

Hitlerskoðunarferðir geysivinsælar í München

Ferðamenn í þýsku borginni München fá ekki nóg af skoðanaferðum byggðum á ævi Adolfs Hitler. Þótt Hitler hafi fæðst í Austurríki þá fluttist hann til Munich 1913 og margir af stóratburðum í Nasistaflokknum gerðust þar í borg.

Clinton vinnur með Obama

Hillary Clinton mun í næstu viku styðja við baráttu Barack Obama, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, á sérstökum kosningafundi.

Veiðarnar þola ekki dagsljósið

Sigursteinn Másson fer fyrir hópi kvikmyndaliðs á vegum Alþjóða dýraverndunarsjóðsins - IFAW, sem ætlaði í dag að ná myndum af hrefnuveiðimönnum að störfum. Hrefnuveiðimenn eru hættir veiðum í dag og segja ekki koma til greina að veiða með myndatökulið í eftirdragi. Sigursteinn segir augljóst að veiðimennirnir álíti að veiðarnar þoli ekki dagsljósið.

Íhugar að draga framboð sitt til baka

Morgan Tsvangirai, forsetaframbjóðandi og leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins MDC í Simbabve, íhugar nú að draga framboð sitt til baka en seinni umferð forsetakosninganna fer fram þann 27. júní.

Dópið falið í fölsku lofti

Hluti dópsins sem Hollendingur reyndi að smygla til landsins með Norrænu var falið í fölsku lofti í húsbílnum. Þetta kemur fram í Austurglugganum í dag.

Sjá næstu 50 fréttir