Fleiri fréttir Segja skipulagt fyrir forsetann „Tillagan virðist fyrst og fremst gerð með það í huga að taka út lóðina Miðskóga 8,“ bókuðu fulltrúar minnihluta Sjálfstæðisflokks þegar meirihluti Á-lista í skipulagsnefnd Álftaness samþykkti breytingu á deiliskipulagi Vestur-Skógtjarnarsvæðis. 23.6.2008 06:00 Enginn á lífi eftir ferjuslysið á Filippseyjum Óttast er að rúmlega þúsund manns hafi farist þegar fellibylur fór yfir Filippseyjar um helgina. Ferju með hátt í níu hundruð manns um borð hvolfdi í veðurofsanum og aðeins er vitað um fjóra sem komust lífs af. Við vörum við myndunum sem fylgja þessari frétt. 22.6.2008 20:44 Búið að finna eiganda hvolpsins Lögreglan á suðurnesjum er búin að finna eiganda hvolpsins sem fannst í hrauni við Kúagerði skammt frá veginum þar sem keyrt er að Keili. Málið verður rannsakað enn frekar. Dýralæknir sem annaðist hvolpinn segir hann á góðum batavegi og muni jafna sig að fullu. 22.6.2008 18:07 Hátt í 90% keyra minna eftir eldsneytishækkun Hátt í níutíu prósent landsmanna eru farin að keyra minna eftir að bensínverðið rauk upp, samkvæmt nýrri könnun Stöðvar 2. Fleiri konur spara við sig í dýrtíðinni en karlar og þeir sem hæstar hafa tekjurnar eru ólíklegastir til að draga úr notkun bílsins. 22.6.2008 18:32 Baðstrandargestir leita skjóls undir rofabörðum Enn er áratugur hið minnsta þar til skjól skapast við eina baðstrandarsvæði Reykvíkinga - Ylströndina í Nauthólsvík. Umsjónarmaður svæðisins segir dapurt að borgaryfirvöld hafi ekki hugsað fyrir skjólmyndun. Barátta hans fyrir skjóli hefur skilað gróðurbelti sem nú teygir sig fáeina sentímetra í loft upp. 22.6.2008 19:40 Þyrla landhelgisgæslunnar sá enga ísbirni Þyrla landhelgisgæslunnar flaug eftirlitsflug nú í dag til þess að kanna hvort einhverjir ísbirnir væru á vappi. Flaug þyrlan yfir svæði frá Aðalvík að Sauðárkróki en sáu enga ísbirni á leiðinni. 22.6.2008 18:20 Bilun í jarðskjálftamæli Glöggir lesendur heimasíðu Veðurstofu Íslands ráku upp stór augu þegar jarðskjálftamælir stofunnar sýndi jarðskjálfta upp á 5,7 á richter rúma 11,5 km SSA af Bárðarbungu um klukkan 15:00 í dag. 22.6.2008 17:25 Segir Svan ófrægja Hannes Hólmstein Björn Bjarnason dómsmálaráðherra tjáir sig um greinar Svans Kristjánssonar prófessors sem birtust í Fréttablaðinu í vikunni á heimasíðu sinni. 22.6.2008 16:54 Mugabe verður að hætta öllu ofbeldi Hvíta húsið hefur blandað sér inn í kosningafíaskóið sem nú ríkir í Simbabve. Hafa yfirvöld í Bandaríkjunum biðlað til yfirvalda í landinu og þeirra "óþokka" sem þar eru að hætta öllu ofbeldi. 22.6.2008 15:26 Fæddist með typpi á bakinu Kínverskir læknar reyna nú að átta sig á læknisfræðilegri ráðgátu eftir að kínverskur drengur fæddist með tvö typpi. Annað typpið er staðsett á baki drengsins. 22.6.2008 13:36 Dregur framboð sitt til baka og vill forða frekara blóðbaði Stjórnarandstæðingurinn Morgan Tsvanigrai hefur ákveðið að hætta við framboð sitt til forseta í Simbabve. Þannig vill hann forða frekara blóðbaði vegna baráttunnar fyrir seinni umferð forstakosninganna þar í landi í næstu viku. Robert Mugabe, sitjandi forseti, segir alrangt að farið sé með ofbeldi gegn stjórnarandstæðingum. 22.6.2008 13:21 Taugaveiklunarbragur á ríkisstjórninni Húsnæðisaðgerðir ríkisstjórnarinnar eru krampakenndar ákvarðanir til að friðþægja háværa hagsmunaaðila, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslyndra. Hann telur að aðgerðirnar viðhaldi þenslunni og lengi í verðbólgunni. 22.6.2008 12:15 Að minnsta fjórir látnir eftir ferjuslys á Filippseyjum Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir að ferja með yfir 700 farþegum sökk í óveðri í kjölfar fellbyljarins Fengshen á Filippseyjum. Þetta er haft eftir aðilum sem eru á staðnum. 22.6.2008 11:27 Hringurinn farinn að þrengjast um hundaníðinginn Lögreglan á Suðurnesjum hefur ekki haft uppi á eiganda hvolpsins sem fannst grafinn lifandi í gærmorgun. Fjölmargir hafa hringt og nokkrar vísbendingar hafa borist vegna málsins. Fólki blöskrar meferðin á hvolpinum sem dýralæknir telur að muni ná sér. 22.6.2008 09:48 Stungið á hjólbarða sjö bifreiða í Reykjanesbæ Lögreglan á Suðurnesjum kærði í nótt tvo ökumenn fyrir ölvun við akstur og einn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá voru tveir aðilar handteknir fyrir óspektir í miðbæ Reykjanesbæjar í nótt. 22.6.2008 09:24 Fengu hrefnu í trollið Áhöfnin á Guðmundi VE 29 frá Vestmannaeyjum, fékk hrefnu í trollið hjá sér þar sem skipið var á síldveiðum við Jan Mayen. Þorbjörn Víglundsson skipverji á Guðmundi greinir frá þessu á bloggsíðu sinni. 22.6.2008 09:18 Sjálfstæðisflokkurinn tapar þriðjungi á landsbyggðinni Fylgi Sjálfstæðisflokksins dregst saman um tæp sex prósentustig frá því í apríl. 32,8 prósent segjast nú myndu kjósa flokkinn samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. 22.6.2008 07:00 Þjóðin vill íbúðalánasjóð áfram Þjóðin vill ekki leggja niður Íbúðalánasjóð og láta banka og lífeyrissjóði sjá um að lána fólki til húsnæðiskaupa. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu Stöðvar 2 sem leiðir í ljós að aðeins tæp tvö prósent landsmanna vill að sjóðurinn verði lagður niður. 21.6.2008 21:00 Útthlutað úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta HÍ Í gær var í fyrsta sinn úthlutað úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands. Þeir 25 afburðastúdentar sem valdir voru úr hópi glæsilegra fulltrúa ungra námsmanna komu úr 14 framhaldsskólum og þeir sækjast eftir inngöngu í 15 ólíkar námsleiðir. 21.6.2008 18:05 Grófu hund lifandi við Kúagerði Í hádeginu í dag barst lögreglunni tilkynning um hund sem hefði fundist í hrauninu skammt frá Kúagerði, þar sem ekið er í áttina að Keili. 21.6.2008 16:56 Þrír handteknir vegna hvarfs tveggja stúlkna í Danmörku Danska lögreglan hefur handtekið þrjá aðila vegna hvarfs sjö ára stúlku sem var tekin úr skóla í Greve í Danmörku fyrir nokkrum dögum. 21.6.2008 17:13 Afhjúpuðu útsýnisskilti Útsýnisskilti var afhjúpað við Höfðabakka neðan við Hólahverfið í Breiðholti klukkan tvö í dag. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður borgarráðs og íbúi í Breiðholtinu afhjúpaði skiltið. 21.6.2008 16:12 Ræddu samgöngu- og öryggismál Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra, Aleqa Hammond, utanríkisráðherra í grænlensku landsstjorninni, og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, ræddu meðal annars samgöngu- og öryggismal á fundi sem þau áttu i gær. 21.6.2008 13:48 Banaslys á Hafnarfjarðarvegi Nítján ára piltur er látinn eftir umferðarslysið sem varð á Hafnafjarðarvegi við Kópavogslæk um hálffimmleytið í nótt. Aðrir sem í bifreiðinni voru eru á batavegi. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að hinn látni sé 19 ára piltur en ekki sé unnt að gefa upp nafn hans að svo stöddu. 21.6.2008 13:25 Hundsar andfeminiskann áróður Sóley Tómasdóttir, ráðskona í Femínistafélagi Íslands, segir það einkennilegt að fjölmiðlar þurfi ávallt að bera á borð andfeminiskann áróður rétt eftir að feminisk umræða hefur verið í umræðunni. 21.6.2008 12:33 Castro sakar ESB um hræsni Fídel Kastró, fyrrverandi forseti Kúbu, sakar Evrópusambandið um hræsni í mannréttindamálum. 21.6.2008 10:22 Varar við árás á Íran Mohammed El Baradei, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, hótar að segja af sér verði gerð árás á Íran. 21.6.2008 10:19 Bandarískum símafyrirtækjum veitt friðhelgi vegna heimildalausra hlerana Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær lagafrumvarp sem veitir bandarískum símafyrirtækjum friðhelgi vegna heimildarlausra símahlerana fyrir yfirvöld. 21.6.2008 10:14 Ólympíukyndillinn í Lasa Hlaupið var með ólympíukyndilinn um götur Lasa, höfuðborgar Tíbets í morgun. Þar kom til blóðugra óeirða í mars síðastliðnum en þær urðu kveikjan að miklum mótmælum víðast hvar þar sem hlaupið hefur verið með kyndilinn. 21.6.2008 10:04 Harður árekstur á Biskupstungnabraut Harður árekstur varð á Biskupstungnabraut um hálftíuleytið í gærkvöldi. Fólksbifreið var ekið inn á Biskupstungnabraut í veg fyrir annan bíl. 21.6.2008 09:52 Þrír mikið slasaðir eftir bílveltu Þrjú ungmenni eru mikið slösuð eftir umferðarslys sem varð á Hafnarfjarðarvegi á móts við Fífuna á fimmta tímanum í nótt. 21.6.2008 09:42 Sinubruni í Fossvogsdal Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað í Fossvogsdalinn vegna sinubruna þar um áttaleytið í kvöld. Að sögn slökkviliðsins tók um tuttugu mínútur að slökkva eldinn. Töluvert hefur verið af útköllum vegna sinubruna það sem af er þessu sumri, að sögn slökkviliðsmanna. 20.6.2008 21:44 Þung umferð um Suðurlandsveg Nokkuð þung umferð er á Suðurlandsvegi, að sögn lögreglunnar á Selfossi og lögreglunnar á Hvolsvelli. Allt hefur þó gengið vel fyrir sig. Þær upplýsingar fengust jafnframt hjá lögreglunni að Borgarnesi að þar væri nokkuð þétt umferð. 20.6.2008 19:50 Kjaradeilu háskólamenntaðra vísað til sáttasemjara Samninganefnd ríkisins ákvað í dag að vísa kjaradeilu BHM og þriggja stéttafélaga til ríkissáttasemjara. Samstarfshópur stéttarfélaganna fundaði með Samninganefnd ríkisins og sáttasemjara í dag og eftir fimm klukkustunda fund var ákveðið að málið færi á borð ríkissáttasemjara. 20.6.2008 19:15 33 kaupsamningum þinglýst - rösklega 200 á sama tíma í fyrra Alls var 33 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu dagana 13. júní til og með 19. júní á þessu ári. Til samanburðar má geta að dagana 15 - 21 júní í fyrra var 213 kaupsamningum þinglýst. Þá var 6 kaupsamningum þinglýst á Akureyri í liðinni viku og 5 í Árborg. 20.6.2008 17:42 Búið að slökkva eldinn við Gvendargeisla Búið er að ráða niðurlögum eldsins við Gvendargeisla í Grafarholti. Þar kviknaði í gasgrilli með þeim afleiðingum að eldurinn læsti sig í þakklæðningu og rúða brotnaði, að sögn slökkviliðsmanna. 20.6.2008 17:35 Hæna handsömuð í Hafnarfirði Það er víða á landinu sem lögreglumenn þurfa að glíma við það erfiða verkefni að fanga dýr. Skemmst er að minnast viðureigna lögreglunnar á Sauðárkróki við tvo hvítabirni sem á endanum voru báðir felldir. 20.6.2008 16:49 Síbrotamaður áfram í varðhaldi Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir síbrotamanni sem setið hefur á bak við lás og slá frá 23. maí. Skal maðurinn sitja í varðhaldi til 18. júlí. 20.6.2008 16:37 Óviðunandi bið eftir húsnæði fyrir Byrgisfólk Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra segir óviðunandi að ekki skuli vera búið að opna heimili fyrir fyrrverandi vistmenn í Byrginu. Meðferðarheimilinu var lokað í kjölfarið að Kompásþáttar Stöðvar 2 um Byrgið var sýndur rétt fyrir jólin árið 2006. 20.6.2008 16:24 Hitlerskoðunarferðir geysivinsælar í München Ferðamenn í þýsku borginni München fá ekki nóg af skoðanaferðum byggðum á ævi Adolfs Hitler. Þótt Hitler hafi fæðst í Austurríki þá fluttist hann til Munich 1913 og margir af stóratburðum í Nasistaflokknum gerðust þar í borg. 20.6.2008 16:18 Clinton vinnur með Obama Hillary Clinton mun í næstu viku styðja við baráttu Barack Obama, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, á sérstökum kosningafundi. 20.6.2008 15:54 Veiðarnar þola ekki dagsljósið Sigursteinn Másson fer fyrir hópi kvikmyndaliðs á vegum Alþjóða dýraverndunarsjóðsins - IFAW, sem ætlaði í dag að ná myndum af hrefnuveiðimönnum að störfum. Hrefnuveiðimenn eru hættir veiðum í dag og segja ekki koma til greina að veiða með myndatökulið í eftirdragi. Sigursteinn segir augljóst að veiðimennirnir álíti að veiðarnar þoli ekki dagsljósið. 20.6.2008 15:50 Íhugar að draga framboð sitt til baka Morgan Tsvangirai, forsetaframbjóðandi og leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins MDC í Simbabve, íhugar nú að draga framboð sitt til baka en seinni umferð forsetakosninganna fer fram þann 27. júní. 20.6.2008 15:40 Dópið falið í fölsku lofti Hluti dópsins sem Hollendingur reyndi að smygla til landsins með Norrænu var falið í fölsku lofti í húsbílnum. Þetta kemur fram í Austurglugganum í dag. 20.6.2008 15:39 Ný lög um almannavarnir taka gildi Ný lög um almannavarnir sem samþykkt voru á síðasta starfsdegi Alþingis í vor taka gildi í dag. 20.6.2008 15:17 Sjá næstu 50 fréttir
Segja skipulagt fyrir forsetann „Tillagan virðist fyrst og fremst gerð með það í huga að taka út lóðina Miðskóga 8,“ bókuðu fulltrúar minnihluta Sjálfstæðisflokks þegar meirihluti Á-lista í skipulagsnefnd Álftaness samþykkti breytingu á deiliskipulagi Vestur-Skógtjarnarsvæðis. 23.6.2008 06:00
Enginn á lífi eftir ferjuslysið á Filippseyjum Óttast er að rúmlega þúsund manns hafi farist þegar fellibylur fór yfir Filippseyjar um helgina. Ferju með hátt í níu hundruð manns um borð hvolfdi í veðurofsanum og aðeins er vitað um fjóra sem komust lífs af. Við vörum við myndunum sem fylgja þessari frétt. 22.6.2008 20:44
Búið að finna eiganda hvolpsins Lögreglan á suðurnesjum er búin að finna eiganda hvolpsins sem fannst í hrauni við Kúagerði skammt frá veginum þar sem keyrt er að Keili. Málið verður rannsakað enn frekar. Dýralæknir sem annaðist hvolpinn segir hann á góðum batavegi og muni jafna sig að fullu. 22.6.2008 18:07
Hátt í 90% keyra minna eftir eldsneytishækkun Hátt í níutíu prósent landsmanna eru farin að keyra minna eftir að bensínverðið rauk upp, samkvæmt nýrri könnun Stöðvar 2. Fleiri konur spara við sig í dýrtíðinni en karlar og þeir sem hæstar hafa tekjurnar eru ólíklegastir til að draga úr notkun bílsins. 22.6.2008 18:32
Baðstrandargestir leita skjóls undir rofabörðum Enn er áratugur hið minnsta þar til skjól skapast við eina baðstrandarsvæði Reykvíkinga - Ylströndina í Nauthólsvík. Umsjónarmaður svæðisins segir dapurt að borgaryfirvöld hafi ekki hugsað fyrir skjólmyndun. Barátta hans fyrir skjóli hefur skilað gróðurbelti sem nú teygir sig fáeina sentímetra í loft upp. 22.6.2008 19:40
Þyrla landhelgisgæslunnar sá enga ísbirni Þyrla landhelgisgæslunnar flaug eftirlitsflug nú í dag til þess að kanna hvort einhverjir ísbirnir væru á vappi. Flaug þyrlan yfir svæði frá Aðalvík að Sauðárkróki en sáu enga ísbirni á leiðinni. 22.6.2008 18:20
Bilun í jarðskjálftamæli Glöggir lesendur heimasíðu Veðurstofu Íslands ráku upp stór augu þegar jarðskjálftamælir stofunnar sýndi jarðskjálfta upp á 5,7 á richter rúma 11,5 km SSA af Bárðarbungu um klukkan 15:00 í dag. 22.6.2008 17:25
Segir Svan ófrægja Hannes Hólmstein Björn Bjarnason dómsmálaráðherra tjáir sig um greinar Svans Kristjánssonar prófessors sem birtust í Fréttablaðinu í vikunni á heimasíðu sinni. 22.6.2008 16:54
Mugabe verður að hætta öllu ofbeldi Hvíta húsið hefur blandað sér inn í kosningafíaskóið sem nú ríkir í Simbabve. Hafa yfirvöld í Bandaríkjunum biðlað til yfirvalda í landinu og þeirra "óþokka" sem þar eru að hætta öllu ofbeldi. 22.6.2008 15:26
Fæddist með typpi á bakinu Kínverskir læknar reyna nú að átta sig á læknisfræðilegri ráðgátu eftir að kínverskur drengur fæddist með tvö typpi. Annað typpið er staðsett á baki drengsins. 22.6.2008 13:36
Dregur framboð sitt til baka og vill forða frekara blóðbaði Stjórnarandstæðingurinn Morgan Tsvanigrai hefur ákveðið að hætta við framboð sitt til forseta í Simbabve. Þannig vill hann forða frekara blóðbaði vegna baráttunnar fyrir seinni umferð forstakosninganna þar í landi í næstu viku. Robert Mugabe, sitjandi forseti, segir alrangt að farið sé með ofbeldi gegn stjórnarandstæðingum. 22.6.2008 13:21
Taugaveiklunarbragur á ríkisstjórninni Húsnæðisaðgerðir ríkisstjórnarinnar eru krampakenndar ákvarðanir til að friðþægja háværa hagsmunaaðila, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslyndra. Hann telur að aðgerðirnar viðhaldi þenslunni og lengi í verðbólgunni. 22.6.2008 12:15
Að minnsta fjórir látnir eftir ferjuslys á Filippseyjum Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir að ferja með yfir 700 farþegum sökk í óveðri í kjölfar fellbyljarins Fengshen á Filippseyjum. Þetta er haft eftir aðilum sem eru á staðnum. 22.6.2008 11:27
Hringurinn farinn að þrengjast um hundaníðinginn Lögreglan á Suðurnesjum hefur ekki haft uppi á eiganda hvolpsins sem fannst grafinn lifandi í gærmorgun. Fjölmargir hafa hringt og nokkrar vísbendingar hafa borist vegna málsins. Fólki blöskrar meferðin á hvolpinum sem dýralæknir telur að muni ná sér. 22.6.2008 09:48
Stungið á hjólbarða sjö bifreiða í Reykjanesbæ Lögreglan á Suðurnesjum kærði í nótt tvo ökumenn fyrir ölvun við akstur og einn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá voru tveir aðilar handteknir fyrir óspektir í miðbæ Reykjanesbæjar í nótt. 22.6.2008 09:24
Fengu hrefnu í trollið Áhöfnin á Guðmundi VE 29 frá Vestmannaeyjum, fékk hrefnu í trollið hjá sér þar sem skipið var á síldveiðum við Jan Mayen. Þorbjörn Víglundsson skipverji á Guðmundi greinir frá þessu á bloggsíðu sinni. 22.6.2008 09:18
Sjálfstæðisflokkurinn tapar þriðjungi á landsbyggðinni Fylgi Sjálfstæðisflokksins dregst saman um tæp sex prósentustig frá því í apríl. 32,8 prósent segjast nú myndu kjósa flokkinn samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. 22.6.2008 07:00
Þjóðin vill íbúðalánasjóð áfram Þjóðin vill ekki leggja niður Íbúðalánasjóð og láta banka og lífeyrissjóði sjá um að lána fólki til húsnæðiskaupa. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu Stöðvar 2 sem leiðir í ljós að aðeins tæp tvö prósent landsmanna vill að sjóðurinn verði lagður niður. 21.6.2008 21:00
Útthlutað úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta HÍ Í gær var í fyrsta sinn úthlutað úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands. Þeir 25 afburðastúdentar sem valdir voru úr hópi glæsilegra fulltrúa ungra námsmanna komu úr 14 framhaldsskólum og þeir sækjast eftir inngöngu í 15 ólíkar námsleiðir. 21.6.2008 18:05
Grófu hund lifandi við Kúagerði Í hádeginu í dag barst lögreglunni tilkynning um hund sem hefði fundist í hrauninu skammt frá Kúagerði, þar sem ekið er í áttina að Keili. 21.6.2008 16:56
Þrír handteknir vegna hvarfs tveggja stúlkna í Danmörku Danska lögreglan hefur handtekið þrjá aðila vegna hvarfs sjö ára stúlku sem var tekin úr skóla í Greve í Danmörku fyrir nokkrum dögum. 21.6.2008 17:13
Afhjúpuðu útsýnisskilti Útsýnisskilti var afhjúpað við Höfðabakka neðan við Hólahverfið í Breiðholti klukkan tvö í dag. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður borgarráðs og íbúi í Breiðholtinu afhjúpaði skiltið. 21.6.2008 16:12
Ræddu samgöngu- og öryggismál Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra, Aleqa Hammond, utanríkisráðherra í grænlensku landsstjorninni, og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, ræddu meðal annars samgöngu- og öryggismal á fundi sem þau áttu i gær. 21.6.2008 13:48
Banaslys á Hafnarfjarðarvegi Nítján ára piltur er látinn eftir umferðarslysið sem varð á Hafnafjarðarvegi við Kópavogslæk um hálffimmleytið í nótt. Aðrir sem í bifreiðinni voru eru á batavegi. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að hinn látni sé 19 ára piltur en ekki sé unnt að gefa upp nafn hans að svo stöddu. 21.6.2008 13:25
Hundsar andfeminiskann áróður Sóley Tómasdóttir, ráðskona í Femínistafélagi Íslands, segir það einkennilegt að fjölmiðlar þurfi ávallt að bera á borð andfeminiskann áróður rétt eftir að feminisk umræða hefur verið í umræðunni. 21.6.2008 12:33
Castro sakar ESB um hræsni Fídel Kastró, fyrrverandi forseti Kúbu, sakar Evrópusambandið um hræsni í mannréttindamálum. 21.6.2008 10:22
Varar við árás á Íran Mohammed El Baradei, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, hótar að segja af sér verði gerð árás á Íran. 21.6.2008 10:19
Bandarískum símafyrirtækjum veitt friðhelgi vegna heimildalausra hlerana Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær lagafrumvarp sem veitir bandarískum símafyrirtækjum friðhelgi vegna heimildarlausra símahlerana fyrir yfirvöld. 21.6.2008 10:14
Ólympíukyndillinn í Lasa Hlaupið var með ólympíukyndilinn um götur Lasa, höfuðborgar Tíbets í morgun. Þar kom til blóðugra óeirða í mars síðastliðnum en þær urðu kveikjan að miklum mótmælum víðast hvar þar sem hlaupið hefur verið með kyndilinn. 21.6.2008 10:04
Harður árekstur á Biskupstungnabraut Harður árekstur varð á Biskupstungnabraut um hálftíuleytið í gærkvöldi. Fólksbifreið var ekið inn á Biskupstungnabraut í veg fyrir annan bíl. 21.6.2008 09:52
Þrír mikið slasaðir eftir bílveltu Þrjú ungmenni eru mikið slösuð eftir umferðarslys sem varð á Hafnarfjarðarvegi á móts við Fífuna á fimmta tímanum í nótt. 21.6.2008 09:42
Sinubruni í Fossvogsdal Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað í Fossvogsdalinn vegna sinubruna þar um áttaleytið í kvöld. Að sögn slökkviliðsins tók um tuttugu mínútur að slökkva eldinn. Töluvert hefur verið af útköllum vegna sinubruna það sem af er þessu sumri, að sögn slökkviliðsmanna. 20.6.2008 21:44
Þung umferð um Suðurlandsveg Nokkuð þung umferð er á Suðurlandsvegi, að sögn lögreglunnar á Selfossi og lögreglunnar á Hvolsvelli. Allt hefur þó gengið vel fyrir sig. Þær upplýsingar fengust jafnframt hjá lögreglunni að Borgarnesi að þar væri nokkuð þétt umferð. 20.6.2008 19:50
Kjaradeilu háskólamenntaðra vísað til sáttasemjara Samninganefnd ríkisins ákvað í dag að vísa kjaradeilu BHM og þriggja stéttafélaga til ríkissáttasemjara. Samstarfshópur stéttarfélaganna fundaði með Samninganefnd ríkisins og sáttasemjara í dag og eftir fimm klukkustunda fund var ákveðið að málið færi á borð ríkissáttasemjara. 20.6.2008 19:15
33 kaupsamningum þinglýst - rösklega 200 á sama tíma í fyrra Alls var 33 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu dagana 13. júní til og með 19. júní á þessu ári. Til samanburðar má geta að dagana 15 - 21 júní í fyrra var 213 kaupsamningum þinglýst. Þá var 6 kaupsamningum þinglýst á Akureyri í liðinni viku og 5 í Árborg. 20.6.2008 17:42
Búið að slökkva eldinn við Gvendargeisla Búið er að ráða niðurlögum eldsins við Gvendargeisla í Grafarholti. Þar kviknaði í gasgrilli með þeim afleiðingum að eldurinn læsti sig í þakklæðningu og rúða brotnaði, að sögn slökkviliðsmanna. 20.6.2008 17:35
Hæna handsömuð í Hafnarfirði Það er víða á landinu sem lögreglumenn þurfa að glíma við það erfiða verkefni að fanga dýr. Skemmst er að minnast viðureigna lögreglunnar á Sauðárkróki við tvo hvítabirni sem á endanum voru báðir felldir. 20.6.2008 16:49
Síbrotamaður áfram í varðhaldi Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir síbrotamanni sem setið hefur á bak við lás og slá frá 23. maí. Skal maðurinn sitja í varðhaldi til 18. júlí. 20.6.2008 16:37
Óviðunandi bið eftir húsnæði fyrir Byrgisfólk Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra segir óviðunandi að ekki skuli vera búið að opna heimili fyrir fyrrverandi vistmenn í Byrginu. Meðferðarheimilinu var lokað í kjölfarið að Kompásþáttar Stöðvar 2 um Byrgið var sýndur rétt fyrir jólin árið 2006. 20.6.2008 16:24
Hitlerskoðunarferðir geysivinsælar í München Ferðamenn í þýsku borginni München fá ekki nóg af skoðanaferðum byggðum á ævi Adolfs Hitler. Þótt Hitler hafi fæðst í Austurríki þá fluttist hann til Munich 1913 og margir af stóratburðum í Nasistaflokknum gerðust þar í borg. 20.6.2008 16:18
Clinton vinnur með Obama Hillary Clinton mun í næstu viku styðja við baráttu Barack Obama, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, á sérstökum kosningafundi. 20.6.2008 15:54
Veiðarnar þola ekki dagsljósið Sigursteinn Másson fer fyrir hópi kvikmyndaliðs á vegum Alþjóða dýraverndunarsjóðsins - IFAW, sem ætlaði í dag að ná myndum af hrefnuveiðimönnum að störfum. Hrefnuveiðimenn eru hættir veiðum í dag og segja ekki koma til greina að veiða með myndatökulið í eftirdragi. Sigursteinn segir augljóst að veiðimennirnir álíti að veiðarnar þoli ekki dagsljósið. 20.6.2008 15:50
Íhugar að draga framboð sitt til baka Morgan Tsvangirai, forsetaframbjóðandi og leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins MDC í Simbabve, íhugar nú að draga framboð sitt til baka en seinni umferð forsetakosninganna fer fram þann 27. júní. 20.6.2008 15:40
Dópið falið í fölsku lofti Hluti dópsins sem Hollendingur reyndi að smygla til landsins með Norrænu var falið í fölsku lofti í húsbílnum. Þetta kemur fram í Austurglugganum í dag. 20.6.2008 15:39
Ný lög um almannavarnir taka gildi Ný lög um almannavarnir sem samþykkt voru á síðasta starfsdegi Alþingis í vor taka gildi í dag. 20.6.2008 15:17