Innlent

Hundsar andfeminiskann áróður

Sóley Tómasdóttir.
Sóley Tómasdóttir.

Sóley Tómasdóttir, ráðskona í Femínistafélagi Íslands, segir það einkennilegt að fjölmiðlar þurfi ávallt að bera á borð andfeminiskann áróður rétt eftir að feminismi hefur verið í umræðunni. Sóley segist ekki hafa lesið viðtal við Rósu Ingólfsdóttur, best þekkta sem sjónvarpsþulu, í 24 stundum í dag.

Í viðtalinu segist Rósa vera andsnúin því að karlmenn fái feðraorlof og kallar þau fíflagang. Hún segist jafnframt vera á móti feminisma „Ég var á móti rauðsokkum og femínistakerlingum. Þær héldu að ég væri bara að grínast. Málið var að ég meinti hvert einasta orð sem ég sagði. Konur eru og eiga að vera fallegar," er haft eftir Rósu í 24 stundum.

„Ég hef ekki lesið viðtalið og hyggst ekki gera það. Mér finnst hins vegar vera umhugsunarefni hvers vegna fjölmiðlar þurfa alltaf að birta andfeminisk sjónarmið daginn eftir að feminisk sjónarmið hafa fengið mikla umfjöllun," segir Sóley. Hún bendir á að þann 8. mars síðastliðinn hafi umræða um mansal verið áberandi í fjölmiðlum. Daginn eftir hafi RÚV svo birt viðtal við hamingjusömu hóruna. Nú sé 19 júní, baráttudagur kvenna, nýliðinn og þá séu þessi sjónarmið Rósu birt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×